sunnudagur, júní 20, 2004

 

Hvernig er það, les þetta enginn nema Páli?

Veit reyndar að þó nokkrir hafa kíkkað á þessa blessuðu síðu en ekki þorað að tjá sig neitt. Enda bara allt í lagi með það. Fólk er jú misframfærið. Svo þarf maður að fara að laga lúkkið á síðunni. Nenni því bara ekki hérna heima með þessa hreint ömurlegu símatengingu. Kannski maður fái góð (eða vond) ráð hjá þeim systrum, Patzy og Huldu G. Eru þær ekki sérfræðingarnir HA? Einhver skemmtilegasti fótboltaleikur um árabil var háður í gær. Holland - Tékkland. Maður var eiginlega gráti nær að annað hvort liðið þurfti að vinna. Vona bara að þessi tvö lið fari áfram og Þjóðverjarnir sitji eftir, farið hefur fé betra (Better money has gone). Set þennan leik í flokk með leikjum eins og Frakkland - V-Þýskaland (HM 1982), Þýskaland - Búlgaría (HM 1994), Ipswich - Arsenal (FA CUP Final 1978), og fleiri leikjum sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Brá mér í sveitina í gær og andaði að mér fersku sveitaloftinu. Fór upp í gamla hús og hreinsaði út draslið sem ég er búinn að eiga þar lengi. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að ég fann verðskrá yfir áfengi frá október 1987. Ansi leiðinlegt að fletta þessu. Koskenkorva á 1220 kr, Íslenskt brennivín á 880 kr, Captain Morgan á 1360 kr, Santa Christina 490 kr. Verð miðast við 700ml flöskur nema rauðvínið, það var í 750ml. Þetta var fyrir evrópustaðal á flöskum og ef mann langaði í bjór, ja þá varð maður bara að drífa sig erlendis. (Eða hitta Dúdda á góðum degi). Á þessum árum var líka allt áfengi afgreitt yfir borð í ríkinu, ekki þetta kjörbúðafyrirkomulag eins og tíðkast nú á dögum.

I´m too old for this Shit!

|

föstudagur, júní 18, 2004

 

Hvusslass gestrisni er þetta eiginlega?????

Jæja, þá er búið að flytja mann með hinu skrifstofudraslinu yfir í Intrum húsið. Er að reyna að koma mér fyrir. Búinn að tengja tölvuna og og kominn í netsamband. Hvernig er það eiginlega með þetta pakk sem býr í Reykjavík. Mér skilst að það séu bara allir að flýja borgina loksins þegar ég kem suður. Hvað er í gangi eiginlega?. Þetta minnir mig nú á brandarann með í Nonna í fyrra þegar hann var á Íslandi þegar ég heimsótti hann í fyrsta skipti í 10 ár. Svo ætlast þetta fólk náttúrlega til að maður sé heima þegar það kemur í heimsókn. Hafið þið veitt því athygli að ég hef ekkert talað um fótbolta hérna á síðunni. Á það alveg til góða enda bara einn leikmaður á EM sem ég get bendlað við Ipswich. Frakkarnir heppnir í gær en eru nú líklega öruggir áfram. Úrslitaleikur á milli Englendinga og Króata hvorir fara áfram. Sviss eiga bara fræðilega möguleika. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn að Zidane og hefur oft fundist hann vera ofmetinn. En hann er búinn að vera burðarásinn hjá Frökkum á þessu móti alla vega. Er þetta ekki ágætt í dag.

|

fimmtudagur, júní 17, 2004

 

Gleðilega þjófhátíð

Enn eina ferðina er kominn 17. júní. Mér telst svo til að þetta sé sá 36. sem ég upplifi. Man reyndar ekki mjög mikið eftir þeim fyrstu enda kannski ekki mikið um hátíðahöld í sveitinni á sjöunda áratug síðustu aldar. Hef yfirleitt haldið mig inni við síðustu ár. Man vel eftir þjóðvegahátíðinni fyrir 10 árum. Þá sat ég hér heima alveg glerþunnur og komst hvorki lönd né strönd en upplifði hátíðina mjög sterkt í gegnum sjónvarpið. Man ekki hvenær ég fór síðast á bílasýninguna sem þó var alltaf fastur liður hjá mér í áratugi. Nú er akkúrat vika í Deep Purple og maður er farinn að hlakka verulega til. Skemmir ekki heldur að Douglas Wilson og Týr eru að spila á Grand Rokk á laugardaginn 26. júni. Verður maður ekki að kíkka á Ottó Pál í nýju hljómsveitinni.

|

þriðjudagur, júní 15, 2004

 

Það var lurkur

Jæja þá er maður mættur aftur í vinnuna eftir eins dags sumarfrí sem tekið var vegna bílaviðgerða. Var að atast í þessum bílskrjóð mínum (eins gott að hann lesi þetta ekki) milli 10 og 22 í gær. Hver fann eiginlega upp þetta handbremsudrasl eiginlega? Ég þyrfti að hitta þennan Mitsubishi og tala við hann með tveimur hrútshornum. Annars er eins og ég hafi verið laminn með lurkum í gær. Alveg búinn á sál og líkama. Ég er skrifstofukall og ekki að þurfa að standa í þessari vitleysu. Nú les einhver út úr þessu að ég hafi staðið í þessu einsamall en um klukkan tvö hringdi ég í Sigurgeir sem var svo óheppinn að vera í sumarfríi og var hann óður og uppvægur að hjálpa mér (Rétti mér verkfæri og svoleiðis). En allavegana þá er blessaður bíllinn enn með endurskoðunarmiða, bara með hærra númeri. Þannig að maður getur andað rólega fram yfir mánaðarmót.

|

sunnudagur, júní 13, 2004

 

Hvar er gamla lopapeysan þín?

Svona hljómaði auglýsing frá Árbæjarsafni í útvarpinu áðan. Ég veit alveg hvar mín er. Allavega þrjár þeirra. Ætti maður að hringja og segja þeim frá því eða hvað eru þeir að meina?

|

föstudagur, júní 11, 2004

 

Fólk er fífl

Vaknaði eldsnemma í morgun til þess eins að komast að því að helvítis festingasettið á bremsuborðana mína kom ekki að sunnan. Fífl þarna hjá Stillingu í Reykjavík eins og aðrir Flatlendingar. Þetta er bara eins og allt annað þessa dagana. Þær breytingar eru að verða á högum mínum að Lögmannsstofa Norðurlands er að hætta starfssemi. Lögmaðurinn er orðinn svæðisstjóri hjá Intrum á Norðurlandi og ég sit eftir með sárt ennið. Þarf samt að klára hér ýmis mál hjá stofunni áður en að ég get hætt. Fyndið að vera eini starfsmaður lögmannsstofu án þess að vera lögmaður. (Horfa á björtu hliðarnar, heimurinn á ennþá menn eins og Sverri (Hermanns)).

|

fimmtudagur, júní 10, 2004

 

Mörbræðsla

Gerir einhver sér grein fyrir því hvað það er erfitt að labba á tveim jafnfljótum útum allan bæ þegar maður er skrifstofukall. Reif bremsukerfið undan bílnum mínum í gær og þarf þessvegna að vappa í vinnuna. Fyrir utan það að hlaupa út og suður eftir einhverjum helv. varahlutum sem eru ekki til nema eftir dúk og disk. Og yfir í annað, mikinn greiða hefur forseti vor gert fréttastofum þessa lands með því senda þessi ágætu fjölmiðlalög til föðurhúsanna óuppáskrifuð. Það virðist bókstaflega alltaf vera hægt að finna nýja fleti á þessu máli á hverjum degi á ljósvakamiðlunum (Aldrei þolað þetta orð) og dagblöðum þessa lands. Annars er það meira hvað menn keppast við að lofa Ronnie Reagan (Darth Vader) þessa dagana þegar kallinn er búinn að taka andvörpin. Ég er nú svo gamall að ég man "the eighties" eins og í fyrradag. Man enginn eftir stjörnustríðsáætluninni, "frelsun" Grenada, Iran-Contra hneykslinu og var það hann eða Runni eldri (sem var reyndar varaforseti Reagans) sem að jós peningum í Ósóma og félaga þegar Sóvétríkin heitin voru að berja á Afgönum um árið. Og hvernig var það studdi hann ekki Saddam greyið með ráðum og dáð. Ja ég bara spyr?

|

miðvikudagur, júní 09, 2004

 

Nú Jæja.

Þetta er nú reyndar allt á byrjunarstigi hérna. Held að ég ausi ekkert úr skálum reiði minnar núna enda er mér ekki uppsigað við neinn nema Davíð Oddsson og Who Cares!

|
 

Testing123

What the fuck is going on?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?