fimmtudagur, desember 30, 2004

 

So This is Christmas

Það bar svo við um þær mundir að ég ákvað að drífa mig útá Grenivík á Aðfangadagsmorgun. Spáin var slæm og konur í ættinni voru með grátstafinn í kverkunum yfir þessari fífldirfsku. Þannig að ég reif mig á fætur fyrir allar aldir og dreif mig af stað. Kom fyrst við hjá Huldu sis og ræsti mannskapinn á þeim bænum til að taka pakka með mér úteftir. Ferðin gekk nokkuð vel þangað til komið var að Grenivíkurafleggjaranum við Víkurskarðið. Þar hafði ég tal af manni sem sér um að moka Víkurskarðið og hann tjáði mér að þeir væru búnir að gefast upp á að moka til Grenivíkur. En aðspurður taldi hann þó að ég myndi komast úteftir ef að sæi á annað borð hvert ég væri að fara. Ég sá nú svo sem ekki mikið á leiðinni, allavega ekki nema í næstu stiku. Tók ekki einu sinni eftir því þegar fór upp Nollarbrekkuna. Hélt hins vegar að vélin væri að deyja í bílnum á leiðinni þar upp. Ég sá heldur ekki skaflinn sem ég keyrði inní rétt austan við Laufás. Þó náði hann upp á framrúðu. En þar sem ég var á alræmdum torfærubíl þá bakkaði ég bara út úr skaflinum og hélt áfram sem leið lá til Grenivíkur og þangað komst ég svo á endanum eftir um það bil klukkutíma akstur. Ég var varla kominn inn úr dyrunum þegar fólk byrjaði að senda mér mér skilaboð um að það væri orðið ófært til Grenivíkur. Huh. Ekki fyrir MMC Lancer Station 4WD, árg 1988.

Hins vegar gerði fljótlega hið versta veður á Grenivík og sá þar ekki á milli húsa og þurfti ég að fá GPS tæki lánað til að fara yfir götuna frá Bjargi hjá Möggu systur og yfir á Borg til Mömmu. Svo rúmlega fimm fór rafmagnið af hálfri Víkinni eða svo til. En þá vildi svo illa til að ég var spila Risk við Brynju systur og Stefán stjúpson hennar og þar sem að hún er svo helvíti handfljót þá náði hún að breyta stöðunni sér í hag áður en Mamma kom með kerti. Shit Happens!

Svo á Annan í Jólum þegar ég var búinn að moka Vítöruna hennar Brynju upp úr skafli við illan leik fór ég heim og segir ekki meira af ferð þessari.

Það sama kvöld stóð til að hafa teboð fyrir nokkra vel valda vini mína en það snerist fljótlega uppí andhverfu sína og endaði með grenjandi fylleríi fram á rauða nótt. (5 rúllu partí). Þar sem að gestabók var ekki viðhöfð í veislunni er best að telja sökudólgana upp hér: Brynja sis, Gunni mágur, Jón Night Manager, Pálmi kúabóndi, Hreiðar forstöðumaður, Dúddi YfirLeedsari, Tóta húsfreyja, Páll skipstjóri, Júlíus veitekkihvaðgerir, Eiríkur yfirtölvunörd, Sigurpáll steypubílstjóri og síðast en ekki síst yðar yndislegur annálaritari.

|

miðvikudagur, desember 22, 2004

 

She´s Done It Again

Vikan byrjaði frábærlega en nú að snúast uppí andhverfu sína. Chris vann Survivor og ég vann Huldu sis tvisvar í Trivial Pursuit. Svo sá ég Ipswich valta yfir Wigan og tylltu þeir sér með því á topp meistaradeildarinnar. Chip og Kim unnu Amazing Race mér til mikillar ánægju. En svo gerðist slysið. Hulda vann mig í Trivial Pursuit. Hún fær örugglega kartöflu í skóinn í nótt. Ég tel mig samt heppinn að vera ekki búinn að kaupa handa henni jólagjöf. Kertastjaki úr Rúmfó virðist vera alveg ídeal handa henni á þesari stundu. Ég verð samt að taka það fram að hún fær að nota barnaspurningar á meðan ég er með gulu útgáfuna frá 1987.

|

fimmtudagur, desember 16, 2004

 

Skúra, skrúbba og bóna...

Ja kannski ekki alveg en ég stakk þó út úr skíthúsinu og bleytti í drullunni á gólfinu í dag. Kannski ryksuga ég á morgun eða þurka af sjónvarpinu, það er spurning.

|

mánudagur, desember 13, 2004

 

The Heat is NOT on

Halló halló. Mættur á svæðið enn eina ferðina en samt fær enginn fyrir ferðina nema SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR sem dettur út blessunin. Lætur taka myndir af sér með Hells Angels og berst svo hatrammlega á móti þeim í útvarpinu. Óheppin hún. MAGNÚS STEFÁNSSON, æi þið munið, þessi sem söng um traustan vin hérna í gamla daga. Hann er núna formaður fjárlaganefndar. Þarf að segja meira um það. Og síðast en ekki síst VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR sem stundum er kölluð virkjana-Valgerður fyrir að leggja Mývatnssveit í eyði.

Halldór nokkur Kristjánsson fyrrum torfæruökumaður kom aftan að mér á laugardaginn. Hann sendi mér að eigin sögn nokkur orð á ensku sem hann bað mig um að þýða fyrir sig yfir á íslensku. Jú jú, mér fannst það svo sem alveg sjálfsagt að gera þetta fyrir kallinn. En það runnu nú eiginlega á ekki tvær heldur lágmark þrjár grímur (Ekki samt hallgrímur) þegar ég sá að þetta voru átta þéttskrifaðar blaðsíður af tölvuorðum. Nú en það þýddi ekkert (víst þýddu þau eitthvað) að fást um það þannig að ég vakti við þetta í alla nótt og reddaði þessu á nó tæm og sendi honum svo afraksturinn seinnipart sunnudags. Hann er sennilega ennþá að klóra sig fram úr þessu því að ég hef ekkert heyrt frá honum síðan. Ætli ég verði ekki að fá hann til að kíkka á miðstöðina í bílnum mínum í staðinn. Hehe, ég held það sé ekki öryggið sem er FARIÐ í þetta skiptið, hehe.

|

mánudagur, desember 06, 2004

 

William, It Was Really Nothing

Ég hef bara ekkert að segja ykkur elsku dúllurnar mínar í augnablikinu. Því er nú ver og miður. Maður dettur ekki einu sinni það lengur. Það er víst meira fjör upp á Kárahnjúkum heldur en hér. Eða það skilst mér á sumum.

Verð að halda áfram með "Survivor Aþhtingi" leikinn. JÓNÍNA BJARTMARZ flýgur fyrst í dag. Flokkurinn búinn að setja hana útí horn en hún ver samt ríkisstjórnina með kjafti og klóm greyið. ÁRNI MATHIESEN, kvótaúthlutari, ég hlýt nú bara að hafa gleymt að henda honum út. KJARTAN ÓLAFSSON, hver er nú það eiginlega?. GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON. Þingmaður sem ætlaði að græða á píramídakeðju, þarf að segja eitthvað um það?.

Og krakkar! Ekki láta jólastessið hlaupa með ykkur í gönur.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?