sunnudagur, apríl 24, 2005

 

The Times They are a Changin

Hef verið sakaður um að vera slappur að skrifa. Hmm! Gæti verið eitthvað til í því. Er annars, eins og alþjóð fer bráðum að vita, byrjaður að vinna í BYKO og þessi netta geðveiki sem ég hef yfirleitt sóst eftir í mínum vinnum er í algleymingi og ekkert nema gott um það að segja. Annars er þetta eins og að vera kominn heim aftur þó að ég hafi aldrei unnið hjá BYKO. Þekki flesta viðskiptavinina frá KEA og Slippstöðvar árunum og hef unnið með fimm samstarfsmönnunum áður þannig að þetta er allt eins best verður á kosið.

Það er annars að frétta að ljós ömmu minnar Huldu Laufeyjar Davíðsdóttur (1914-2005) slokknaði í síðasta skipti á þriðjudaginn 19. apríl. Blessuð sé minning hennar.

|

laugardagur, apríl 02, 2005

 

Ekki dauður enn

Þið ykkar sem vonuðuð innst inni að ég væri dauður þá verð ég að valda ykkur vonbrigðum. Það er nefninilega blessaður kallinn hann Jói Palli sem er dauður.

Hef bara ósköp lítið gaft að segja uppá síðkastið enda brjálað að gera hjá mér í ýmsum verkefnum. Vinn frá 7 - 17:20 virka daga, er að vinna að gríðarlegu ættfræðiverkefni fyrir ættarmót Sigríðarstaðaættarinnar hinnar síðari. Tók einnig að mér að fara yfir, setja upp og stemma af reikninga húsfélagsins. En er reyndar loksins búnn að skila skattskýrslunni minni. Fyrir utan þetta tek ég að mér í stopulum frístundum að hjálpa Huldu systur við heimalærdóminn í háskólanum og spila við hana pictionary svo að henni leiðist minna.

Ég var búinn að lofa að skrifa um vorskemmtun Grenivíkurskóla sem að ég fór að sjá um daginn. Systurdóttir mín hún Stefanía Daney (7) skrifaði mér sendibréf (Sent í pósti ekki e-mail) og óskaði eftir því að ég sæi hana leika og syngja. Það er skemmst frá því að segja að hún uppáhaldsfrænka mín stóð sig með mikilli prýði og sæmi (Ekki Sæmi Rokk) ég hana hér með Óskarsverðlaununum. Annars er búið að fjalla um þessa skemmtun í flestum fjölmiðlum þessa lands þannig að óþarfi er að fjölyrða um þetta meira á þessum vettvangi.

Ég vann systur mínar í Risk um Páskana sem er í frásögur færandi því að litla dýrið (sko Brynja) hélt uppi sálfræðihernaði okkur Huldu til mikillar armæðu og skapraunar.

Ég ætlaði örugglega að skrifa um eitthvað fleira en þetta mun orðið gott að þessu sinni.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?