fimmtudagur, maí 05, 2005

 

Here is the News

Hef verið að velta fyrir mér forsíðufyrirsögnum DV upp á síðkastið. Um daginn var fyrirsögnin "Fegurðardrottningin sem missti móður sína". Ætli Ragnheiður Steinunn Jónsdóttir sé eina fegurðardrottning Íslands og þótt víðar væri leitað sem hefur misst móður sína?. Og svo var seinna í vikunni fyrirsögnin "Atli Helgason dældi bensíni". Veit nú ekki betur en að ég dæli alltaf sjálfur á bílinn minn án þess að það komi í blöðunum.

Annars er ég að vakna upp við vondan draum um það að Alþingi er að syngja sitt síðasta í þetta skiptið og ég er rétt hálfnaður með Survivor Alþingi leikinn minn. Eftirtaldir detta þess vegna út í dag. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON (Hef aldrei þolað þetta Vestfirðingavæl). GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON, (Æi hann er ábyggilega ágætis kall en ætti að vera löngu hættur í þessum bransa), HELGI HJÖRVAR, ef hann er svona rauður hvað er hann þá að gera í Samfylkingunni? JÓN GUNNARSSON, (Man bara ekkert hver það er) RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, (alltof mikill hægrikrati fyrir minn smekk), ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, (Hefur alltaf farið í taugarnar á mér) ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR, (Hefur verið í öllum flokkum held ég). Þá eru bara sautján eftir úr fjórum flokkum og hver vinnur?

Úrslitin Coca Cola Champions League ráðast á sunnudaginn klukkan tólf, eða kannski frekar klukkan 13:45. Ipswich á útileik á móti Brighton og við verðum helst að vinna þann leik og Wigan að tapa gegn Reading sem alveg séns vegna þess að Reading er í sjöunda sæti og verða að vinna til að komast í útsláttarkeppnina. Ef að Wigan vinnur þá fara þeir beint upp þó að Ipswich vinni vegna betri markatölu. Ætli það endi ekki með einni helv. útsláttarkeppninni enn. Fáum líklega West Ham eins og í fyrra. Þetta lítur alls ekki vel út vegna þess að miðverðirnir Richard Naylor og Jason de Vos eru mjög tæpir fyrir leikinn og er það slæmt því að vörnin hefur nú ekki verið upp á marga silunga í vetur.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?