föstudagur, júní 18, 2004
Hvusslass gestrisni er þetta eiginlega?????
Jæja, þá er búið að flytja mann með hinu skrifstofudraslinu yfir í Intrum húsið. Er að reyna að koma mér fyrir. Búinn að tengja tölvuna og og kominn í netsamband. Hvernig er það eiginlega með þetta pakk sem býr í Reykjavík. Mér skilst að það séu bara allir að flýja borgina loksins þegar ég kem suður. Hvað er í gangi eiginlega?. Þetta minnir mig nú á brandarann með í Nonna í fyrra þegar hann var á Íslandi þegar ég heimsótti hann í fyrsta skipti í 10 ár. Svo ætlast þetta fólk náttúrlega til að maður sé heima þegar það kemur í heimsókn. Hafið þið veitt því athygli að ég hef ekkert talað um fótbolta hérna á síðunni. Á það alveg til góða enda bara einn leikmaður á EM sem ég get bendlað við Ipswich. Frakkarnir heppnir í gær en eru nú líklega öruggir áfram. Úrslitaleikur á milli Englendinga og Króata hvorir fara áfram. Sviss eiga bara fræðilega möguleika. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn að Zidane og hefur oft fundist hann vera ofmetinn. En hann er búinn að vera burðarásinn hjá Frökkum á þessu móti alla vega. Er þetta ekki ágætt í dag.
|
|