laugardagur, nóvember 27, 2004

 

Here I Go Again On My Own

Jæja loksins, loksins. Búið að opna símann og allt klárt. Vil byrja á að senda heillaóskaskeyti til þeirra fjölmörgu sem hafa saknað mín. Þetta var farið að líta út eins síðan hjá henni Brynju systur. Ekkert að gerast svo mánuðum skipti. Enda eru sumir (Sicky) búnir að afskrifa hana sem bloggara. En hún náttúrulega skýlir sér bak við það að kallinn er alltaf í landi enda er hann á Sólbak og er víst bara á sjó annan hvern dag eða þar um bil. En ég hef enga slíka afsökun. Fyrir það fyrsta á ég engan kall og reyndar ekki kellingu heldur ef útí það er farið. En það er nú allt önnur Elín.

Annars er svo sem ekkert að frétta af mér. Maður hangir bara í tölvunni, borar í nefið og bakar til jólanna þess á milli (sjensinn Benzinn).

Hef ákveðið að skötuhjúin, BIRKIR JÓN JÓNSSON og DAGNÝ JÓNSDÓTTIR fái reisupassann fyrir að vera alltaf að aftaníossast í honum Halldóri (sko Ásgrímssyni). Hvert flugu fögru hugsjónirnar og loforðin sem gefin voru fyrir kosningar. Furðulegt með framsóknarmenn hvað þeim telst alltaf að koðna niður um leið og þeir ná kjöri á Alþingi. Eins gott að maður er einn af þeim.

Ipswich er á hvínandi siglingu í boltanum og völtuðu yfir Leeds um daginn (Sorrí Dúddi, ég bara varð að skrifa þetta). En töpuðu reyndar illa fyrir Sunderland um síðustu helgi. Eins gott að maður hitti ekki Gústa á næstunni. En toppsætið verður okkar á morgun (í dag). Virðist ekki skipta neinu máli þótt að unglingaliðið sé látið spila leik efir leik. Einn 16 ára í liðinu um daginn og stóð hann sig víst með prýði.

Annars hef ég ekkert fleira um málið að segja í bili.

|

mánudagur, nóvember 15, 2004

 

Úbbs! He Did it Again

Mikið ákaflega varð ég hissa og glaður á föstudagsmorgunnn þegar ég sótti póstinn og sá að innanum allt ruslið og lögtakshótanirnar var stórt bréf frá Danmörku. Bréfið innihélt Hjemmets Nissebog 2004. Nonni minn þakka þér kærlega fyrir. Það er orðið afar langt síðan að þú sendir mér svona síðast og ég var orðinn leiður á öllu jólaföndrinu í gömlu blöðunum. En þú hefðir nú mátt vara mig við, maður er nú orðinn þetta roskinn og hjartveikur. En í seinni tíð hefur þér lærst betur og betur að koma AFTAN að fólki.

Var að horfa á Edduverðlaunin áðan. Tókuð þið eftir því að Halldór Ásgrímsson sagði brandara. Held að þetta hljóti að verða frétt vikunnar.

Síðasta föstudagskvöld skrapp ég á DAS heimilið (Dvalarheimili afdankaðra sjómannsekkna) og spilaði Risk við þær systur og til að gera langa stutta þá MALAÐI ÉG ÞÆR. HAH!

Svo kom Kristján kláðamaur á laugardagskvöldið og neyddi mig með sér út á lífið. Dró mig nauðugan á Kaffi Akureyri og síðan í Sjallann þar sem strákarnir í Egó voru að spila. Eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég lítið fyrir skemmtanir og því síður neyslu göróttra drykkja þannig að ég skemmti mér ekki mikið. En mikið helvíti er ég nú búinn að taka því rólega í dag.

Halldór minn. Ef ekki væri fyrir dómstóla götunnar þá hefðu þessir vitleysingjar ekkert aðhald. Það er nú reyndar athyglisvert að þú skulir einmitt vitna í þingmann Sjálfgræðisflokksins um þessi mál. Það segir kannski allt sem segja þarf að körlunum á þeim bænum sé ekki vel við þetta.
Og varðandi meint arðrán á yngri systur minni, þar sem að þú vitnar í texta á heimasíðu hennar þá eru engin vitni af þessum samningi og einungis hennar orð fyrir MEINTU arðráni.

Gleymdi næstum að reka burt fólk. BIRGIR ÁRMANNSSON, EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON OG ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR geta tekið pokann sinn og farið heim. Ástæðan er sú að þau eru öll í sjálfsstæðisflokknum.

|

laugardagur, nóvember 06, 2004

 

Hversvegna varst´ekki skyr?

Fór til Grenivíkur í dag með Huldu systur og litlu "englunum" hennar. Mikael Guðjón systursonur minn bauð til afmælisveislu en hann varð fimm ára á fimmtudaginn. Lét svo plata mig til að spila Risk enn eina ferðina og tapaði að sjálfsögðu með glans. Enda finnst mér reglurnar breytast í hvert skipti sem spilað er.

Burt með GUÐMUND HALLVARÐSSON. Hann er búinn að SITJA á Alþingi í áraraðir og maður verður aldrei var við hann. Hans tími er kominn.

|

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

 

Amazing (G)Race

Held að ég nenni ekki að tjá mig meira um olíufélögin í bili nema hvað mér finnst sem fréttamenn séu búnir að finna út að Þórólfur Árnason hafi verið höfuðpaurinn í þessu öllu. Liggur við að maður vorenni honum kallgreyinu. Hann kjaftaði frá eins og hann ætti lífið að leysa og svo hengdur í þakkarskyni. Gaman verður að sjá hvort forstjórarnir fái samskonar meðferð.

Aularnir í vesturheimi ösnuðust til að kjósa Runna til að vera forseta áfram. Aumingja þeir og heimsbyggðin öll. Meira fífl hefur ekki verið við stjórnvölinn þarna vestra síðan Ronni heitinn var og hét. Talandi um þetta. BJÖRN BJARNASON fýkur burt vegna ótímabærrar gleði sinnar yfir Runnafíflinu. Skil reyndar ekki af hverju ég var ekki löngu búinn að senda hann heim en reyndar hefur hann bara setið hljóður útí horni og látið fara lítið fyrir sér. Aðrir sem þurfa að víkja eru tímaskekkjan SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON sem er með yngri þingmönnum en talar eins og hann hafi verið í ráðuneyti Margrétar Thatcher um árið og BJARNI BENEDIKTSSON sem fyrir utan það að vera náfrændi Björns Bjarnasonar og Halldórs Blöndal, þá virðist hann vera sami bullarinn og jafn veruleikafirrtur og þeir.

Annað var það nú ekki. Nema að ég verð að koma því að að Ipswich valtaði yfir Sheffield United 5-1 í vikunni.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?