sunnudagur, október 01, 2006

 

Oh! Happy Day

Virðulegir stórbændur og uppgjafabakarar hafa bent mér réttilega á að herinn sé farinn. Ættum við ekki að fagna því. Þó svo að við höfum ekki haft döngun í okkur sjálf til að vísa þeim til föðurhúsanna. Heldur þurftum við að skæla yfir því hversu vondir þeir voru að yfirgefa okkur. Ætli þetta sama fólk og grætur mest brottför þeirra sé ekki búið að læsa sig inni og hími skjálfandi undir rúmi af ofsahræðslu við einhverja útlendinga sem ekki eru þeim þóknanlegir. Eða var það bara gróðahyggjan sem öllu réði?

En hvað með NATO kann einhver að spyrja. Atlantshafsbandalagið. Þetta góða og gegna varnarbandalag sem reyndar hefur ekki varið neitt heldur eingöngu sinnt árásarstefnu aðildarríkja sinna að undanförnu.

Þýðir NATO kannski "Nuclear American Terrorist Organization".

Allavega þá segi ég mig hér með úr NATO. Þið ráðið hvað þið gerið.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?