fimmtudagur, júní 17, 2004

 

Gleðilega þjófhátíð

Enn eina ferðina er kominn 17. júní. Mér telst svo til að þetta sé sá 36. sem ég upplifi. Man reyndar ekki mjög mikið eftir þeim fyrstu enda kannski ekki mikið um hátíðahöld í sveitinni á sjöunda áratug síðustu aldar. Hef yfirleitt haldið mig inni við síðustu ár. Man vel eftir þjóðvegahátíðinni fyrir 10 árum. Þá sat ég hér heima alveg glerþunnur og komst hvorki lönd né strönd en upplifði hátíðina mjög sterkt í gegnum sjónvarpið. Man ekki hvenær ég fór síðast á bílasýninguna sem þó var alltaf fastur liður hjá mér í áratugi. Nú er akkúrat vika í Deep Purple og maður er farinn að hlakka verulega til. Skemmir ekki heldur að Douglas Wilson og Týr eru að spila á Grand Rokk á laugardaginn 26. júni. Verður maður ekki að kíkka á Ottó Pál í nýju hljómsveitinni.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?