föstudagur, júní 11, 2004
Fólk er fífl
Vaknaði eldsnemma í morgun til þess eins að komast að því að helvítis festingasettið á bremsuborðana mína kom ekki að sunnan. Fífl þarna hjá Stillingu í Reykjavík eins og aðrir Flatlendingar. Þetta er bara eins og allt annað þessa dagana. Þær breytingar eru að verða á högum mínum að Lögmannsstofa Norðurlands er að hætta starfssemi. Lögmaðurinn er orðinn svæðisstjóri hjá Intrum á Norðurlandi og ég sit eftir með sárt ennið. Þarf samt að klára hér ýmis mál hjá stofunni áður en að ég get hætt. Fyndið að vera eini starfsmaður lögmannsstofu án þess að vera lögmaður. (Horfa á björtu hliðarnar, heimurinn á ennþá menn eins og Sverri (Hermanns)).
|
|