sunnudagur, júní 20, 2004
Hvernig er það, les þetta enginn nema Páli?
Veit reyndar að þó nokkrir hafa kíkkað á þessa blessuðu síðu en ekki þorað að tjá sig neitt. Enda bara allt í lagi með það. Fólk er jú misframfærið. Svo þarf maður að fara að laga lúkkið á síðunni. Nenni því bara ekki hérna heima með þessa hreint ömurlegu símatengingu. Kannski maður fái góð (eða vond) ráð hjá þeim systrum, Patzy og Huldu G. Eru þær ekki sérfræðingarnir HA? Einhver skemmtilegasti fótboltaleikur um árabil var háður í gær. Holland - Tékkland. Maður var eiginlega gráti nær að annað hvort liðið þurfti að vinna. Vona bara að þessi tvö lið fari áfram og Þjóðverjarnir sitji eftir, farið hefur fé betra (Better money has gone). Set þennan leik í flokk með leikjum eins og Frakkland - V-Þýskaland (HM 1982), Þýskaland - Búlgaría (HM 1994), Ipswich - Arsenal (FA CUP Final 1978), og fleiri leikjum sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Brá mér í sveitina í gær og andaði að mér fersku sveitaloftinu. Fór upp í gamla hús og hreinsaði út draslið sem ég er búinn að eiga þar lengi. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að ég fann verðskrá yfir áfengi frá október 1987. Ansi leiðinlegt að fletta þessu. Koskenkorva á 1220 kr, Íslenskt brennivín á 880 kr, Captain Morgan á 1360 kr, Santa Christina 490 kr. Verð miðast við 700ml flöskur nema rauðvínið, það var í 750ml. Þetta var fyrir evrópustaðal á flöskum og ef mann langaði í bjór, ja þá varð maður bara að drífa sig erlendis. (Eða hitta Dúdda á góðum degi). Á þessum árum var líka allt áfengi afgreitt yfir borð í ríkinu, ekki þetta kjörbúðafyrirkomulag eins og tíðkast nú á dögum.
I´m too old for this Shit!
|
I´m too old for this Shit!
|