þriðjudagur, júní 15, 2004

 

Það var lurkur

Jæja þá er maður mættur aftur í vinnuna eftir eins dags sumarfrí sem tekið var vegna bílaviðgerða. Var að atast í þessum bílskrjóð mínum (eins gott að hann lesi þetta ekki) milli 10 og 22 í gær. Hver fann eiginlega upp þetta handbremsudrasl eiginlega? Ég þyrfti að hitta þennan Mitsubishi og tala við hann með tveimur hrútshornum. Annars er eins og ég hafi verið laminn með lurkum í gær. Alveg búinn á sál og líkama. Ég er skrifstofukall og ekki að þurfa að standa í þessari vitleysu. Nú les einhver út úr þessu að ég hafi staðið í þessu einsamall en um klukkan tvö hringdi ég í Sigurgeir sem var svo óheppinn að vera í sumarfríi og var hann óður og uppvægur að hjálpa mér (Rétti mér verkfæri og svoleiðis). En allavegana þá er blessaður bíllinn enn með endurskoðunarmiða, bara með hærra númeri. Þannig að maður getur andað rólega fram yfir mánaðarmót.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?