fimmtudagur, júní 10, 2004
Mörbræðsla
Gerir einhver sér grein fyrir því hvað það er erfitt að labba á tveim jafnfljótum útum allan bæ þegar maður er skrifstofukall. Reif bremsukerfið undan bílnum mínum í gær og þarf þessvegna að vappa í vinnuna. Fyrir utan það að hlaupa út og suður eftir einhverjum helv. varahlutum sem eru ekki til nema eftir dúk og disk. Og yfir í annað, mikinn greiða hefur forseti vor gert fréttastofum þessa lands með því senda þessi ágætu fjölmiðlalög til föðurhúsanna óuppáskrifuð. Það virðist bókstaflega alltaf vera hægt að finna nýja fleti á þessu máli á hverjum degi á ljósvakamiðlunum (Aldrei þolað þetta orð) og dagblöðum þessa lands. Annars er það meira hvað menn keppast við að lofa Ronnie Reagan (Darth Vader) þessa dagana þegar kallinn er búinn að taka andvörpin. Ég er nú svo gamall að ég man "the eighties" eins og í fyrradag. Man enginn eftir stjörnustríðsáætluninni, "frelsun" Grenada, Iran-Contra hneykslinu og var það hann eða Runni eldri (sem var reyndar varaforseti Reagans) sem að jós peningum í Ósóma og félaga þegar Sóvétríkin heitin voru að berja á Afgönum um árið. Og hvernig var það studdi hann ekki Saddam greyið með ráðum og dáð. Ja ég bara spyr?
|
|