mánudagur, desember 13, 2004

 

The Heat is NOT on

Halló halló. Mættur á svæðið enn eina ferðina en samt fær enginn fyrir ferðina nema SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR sem dettur út blessunin. Lætur taka myndir af sér með Hells Angels og berst svo hatrammlega á móti þeim í útvarpinu. Óheppin hún. MAGNÚS STEFÁNSSON, æi þið munið, þessi sem söng um traustan vin hérna í gamla daga. Hann er núna formaður fjárlaganefndar. Þarf að segja meira um það. Og síðast en ekki síst VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR sem stundum er kölluð virkjana-Valgerður fyrir að leggja Mývatnssveit í eyði.

Halldór nokkur Kristjánsson fyrrum torfæruökumaður kom aftan að mér á laugardaginn. Hann sendi mér að eigin sögn nokkur orð á ensku sem hann bað mig um að þýða fyrir sig yfir á íslensku. Jú jú, mér fannst það svo sem alveg sjálfsagt að gera þetta fyrir kallinn. En það runnu nú eiginlega á ekki tvær heldur lágmark þrjár grímur (Ekki samt hallgrímur) þegar ég sá að þetta voru átta þéttskrifaðar blaðsíður af tölvuorðum. Nú en það þýddi ekkert (víst þýddu þau eitthvað) að fást um það þannig að ég vakti við þetta í alla nótt og reddaði þessu á nó tæm og sendi honum svo afraksturinn seinnipart sunnudags. Hann er sennilega ennþá að klóra sig fram úr þessu því að ég hef ekkert heyrt frá honum síðan. Ætli ég verði ekki að fá hann til að kíkka á miðstöðina í bílnum mínum í staðinn. Hehe, ég held það sé ekki öryggið sem er FARIÐ í þetta skiptið, hehe.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?