miðvikudagur, desember 22, 2004
She´s Done It Again
Vikan byrjaði frábærlega en nú að snúast uppí andhverfu sína. Chris vann Survivor og ég vann Huldu sis tvisvar í Trivial Pursuit. Svo sá ég Ipswich valta yfir Wigan og tylltu þeir sér með því á topp meistaradeildarinnar. Chip og Kim unnu Amazing Race mér til mikillar ánægju. En svo gerðist slysið. Hulda vann mig í Trivial Pursuit. Hún fær örugglega kartöflu í skóinn í nótt. Ég tel mig samt heppinn að vera ekki búinn að kaupa handa henni jólagjöf. Kertastjaki úr Rúmfó virðist vera alveg ídeal handa henni á þesari stundu. Ég verð samt að taka það fram að hún fær að nota barnaspurningar á meðan ég er með gulu útgáfuna frá 1987.
|
|