fimmtudagur, desember 30, 2004
So This is Christmas
Það bar svo við um þær mundir að ég ákvað að drífa mig útá Grenivík á Aðfangadagsmorgun. Spáin var slæm og konur í ættinni voru með grátstafinn í kverkunum yfir þessari fífldirfsku. Þannig að ég reif mig á fætur fyrir allar aldir og dreif mig af stað. Kom fyrst við hjá Huldu sis og ræsti mannskapinn á þeim bænum til að taka pakka með mér úteftir. Ferðin gekk nokkuð vel þangað til komið var að Grenivíkurafleggjaranum við Víkurskarðið. Þar hafði ég tal af manni sem sér um að moka Víkurskarðið og hann tjáði mér að þeir væru búnir að gefast upp á að moka til Grenivíkur. En aðspurður taldi hann þó að ég myndi komast úteftir ef að sæi á annað borð hvert ég væri að fara. Ég sá nú svo sem ekki mikið á leiðinni, allavega ekki nema í næstu stiku. Tók ekki einu sinni eftir því þegar fór upp Nollarbrekkuna. Hélt hins vegar að vélin væri að deyja í bílnum á leiðinni þar upp. Ég sá heldur ekki skaflinn sem ég keyrði inní rétt austan við Laufás. Þó náði hann upp á framrúðu. En þar sem ég var á alræmdum torfærubíl þá bakkaði ég bara út úr skaflinum og hélt áfram sem leið lá til Grenivíkur og þangað komst ég svo á endanum eftir um það bil klukkutíma akstur. Ég var varla kominn inn úr dyrunum þegar fólk byrjaði að senda mér mér skilaboð um að það væri orðið ófært til Grenivíkur. Huh. Ekki fyrir MMC Lancer Station 4WD, árg 1988.
Hins vegar gerði fljótlega hið versta veður á Grenivík og sá þar ekki á milli húsa og þurfti ég að fá GPS tæki lánað til að fara yfir götuna frá Bjargi hjá Möggu systur og yfir á Borg til Mömmu. Svo rúmlega fimm fór rafmagnið af hálfri Víkinni eða svo til. En þá vildi svo illa til að ég var spila Risk við Brynju systur og Stefán stjúpson hennar og þar sem að hún er svo helvíti handfljót þá náði hún að breyta stöðunni sér í hag áður en Mamma kom með kerti. Shit Happens!
Svo á Annan í Jólum þegar ég var búinn að moka Vítöruna hennar Brynju upp úr skafli við illan leik fór ég heim og segir ekki meira af ferð þessari.
Það sama kvöld stóð til að hafa teboð fyrir nokkra vel valda vini mína en það snerist fljótlega uppí andhverfu sína og endaði með grenjandi fylleríi fram á rauða nótt. (5 rúllu partí). Þar sem að gestabók var ekki viðhöfð í veislunni er best að telja sökudólgana upp hér: Brynja sis, Gunni mágur, Jón Night Manager, Pálmi kúabóndi, Hreiðar forstöðumaður, Dúddi YfirLeedsari, Tóta húsfreyja, Páll skipstjóri, Júlíus veitekkihvaðgerir, Eiríkur yfirtölvunörd, Sigurpáll steypubílstjóri og síðast en ekki síst yðar yndislegur annálaritari.
|
Hins vegar gerði fljótlega hið versta veður á Grenivík og sá þar ekki á milli húsa og þurfti ég að fá GPS tæki lánað til að fara yfir götuna frá Bjargi hjá Möggu systur og yfir á Borg til Mömmu. Svo rúmlega fimm fór rafmagnið af hálfri Víkinni eða svo til. En þá vildi svo illa til að ég var spila Risk við Brynju systur og Stefán stjúpson hennar og þar sem að hún er svo helvíti handfljót þá náði hún að breyta stöðunni sér í hag áður en Mamma kom með kerti. Shit Happens!
Svo á Annan í Jólum þegar ég var búinn að moka Vítöruna hennar Brynju upp úr skafli við illan leik fór ég heim og segir ekki meira af ferð þessari.
Það sama kvöld stóð til að hafa teboð fyrir nokkra vel valda vini mína en það snerist fljótlega uppí andhverfu sína og endaði með grenjandi fylleríi fram á rauða nótt. (5 rúllu partí). Þar sem að gestabók var ekki viðhöfð í veislunni er best að telja sökudólgana upp hér: Brynja sis, Gunni mágur, Jón Night Manager, Pálmi kúabóndi, Hreiðar forstöðumaður, Dúddi YfirLeedsari, Tóta húsfreyja, Páll skipstjóri, Júlíus veitekkihvaðgerir, Eiríkur yfirtölvunörd, Sigurpáll steypubílstjóri og síðast en ekki síst yðar yndislegur annálaritari.
|