fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Amazing (G)Race
Held að ég nenni ekki að tjá mig meira um olíufélögin í bili nema hvað mér finnst sem fréttamenn séu búnir að finna út að Þórólfur Árnason hafi verið höfuðpaurinn í þessu öllu. Liggur við að maður vorenni honum kallgreyinu. Hann kjaftaði frá eins og hann ætti lífið að leysa og svo hengdur í þakkarskyni. Gaman verður að sjá hvort forstjórarnir fái samskonar meðferð.
Aularnir í vesturheimi ösnuðust til að kjósa Runna til að vera forseta áfram. Aumingja þeir og heimsbyggðin öll. Meira fífl hefur ekki verið við stjórnvölinn þarna vestra síðan Ronni heitinn var og hét. Talandi um þetta. BJÖRN BJARNASON fýkur burt vegna ótímabærrar gleði sinnar yfir Runnafíflinu. Skil reyndar ekki af hverju ég var ekki löngu búinn að senda hann heim en reyndar hefur hann bara setið hljóður útí horni og látið fara lítið fyrir sér. Aðrir sem þurfa að víkja eru tímaskekkjan SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON sem er með yngri þingmönnum en talar eins og hann hafi verið í ráðuneyti Margrétar Thatcher um árið og BJARNI BENEDIKTSSON sem fyrir utan það að vera náfrændi Björns Bjarnasonar og Halldórs Blöndal, þá virðist hann vera sami bullarinn og jafn veruleikafirrtur og þeir.
Annað var það nú ekki. Nema að ég verð að koma því að að Ipswich valtaði yfir Sheffield United 5-1 í vikunni.
|
Aularnir í vesturheimi ösnuðust til að kjósa Runna til að vera forseta áfram. Aumingja þeir og heimsbyggðin öll. Meira fífl hefur ekki verið við stjórnvölinn þarna vestra síðan Ronni heitinn var og hét. Talandi um þetta. BJÖRN BJARNASON fýkur burt vegna ótímabærrar gleði sinnar yfir Runnafíflinu. Skil reyndar ekki af hverju ég var ekki löngu búinn að senda hann heim en reyndar hefur hann bara setið hljóður útí horni og látið fara lítið fyrir sér. Aðrir sem þurfa að víkja eru tímaskekkjan SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON sem er með yngri þingmönnum en talar eins og hann hafi verið í ráðuneyti Margrétar Thatcher um árið og BJARNI BENEDIKTSSON sem fyrir utan það að vera náfrændi Björns Bjarnasonar og Halldórs Blöndal, þá virðist hann vera sami bullarinn og jafn veruleikafirrtur og þeir.
Annað var það nú ekki. Nema að ég verð að koma því að að Ipswich valtaði yfir Sheffield United 5-1 í vikunni.
|