laugardagur, nóvember 27, 2004
Here I Go Again On My Own
Jæja loksins, loksins. Búið að opna símann og allt klárt. Vil byrja á að senda heillaóskaskeyti til þeirra fjölmörgu sem hafa saknað mín. Þetta var farið að líta út eins síðan hjá henni Brynju systur. Ekkert að gerast svo mánuðum skipti. Enda eru sumir (Sicky) búnir að afskrifa hana sem bloggara. En hún náttúrulega skýlir sér bak við það að kallinn er alltaf í landi enda er hann á Sólbak og er víst bara á sjó annan hvern dag eða þar um bil. En ég hef enga slíka afsökun. Fyrir það fyrsta á ég engan kall og reyndar ekki kellingu heldur ef útí það er farið. En það er nú allt önnur Elín.
Annars er svo sem ekkert að frétta af mér. Maður hangir bara í tölvunni, borar í nefið og bakar til jólanna þess á milli (sjensinn Benzinn).
Hef ákveðið að skötuhjúin, BIRKIR JÓN JÓNSSON og DAGNÝ JÓNSDÓTTIR fái reisupassann fyrir að vera alltaf að aftaníossast í honum Halldóri (sko Ásgrímssyni). Hvert flugu fögru hugsjónirnar og loforðin sem gefin voru fyrir kosningar. Furðulegt með framsóknarmenn hvað þeim telst alltaf að koðna niður um leið og þeir ná kjöri á Alþingi. Eins gott að maður er einn af þeim.
Ipswich er á hvínandi siglingu í boltanum og völtuðu yfir Leeds um daginn (Sorrí Dúddi, ég bara varð að skrifa þetta). En töpuðu reyndar illa fyrir Sunderland um síðustu helgi. Eins gott að maður hitti ekki Gústa á næstunni. En toppsætið verður okkar á morgun (í dag). Virðist ekki skipta neinu máli þótt að unglingaliðið sé látið spila leik efir leik. Einn 16 ára í liðinu um daginn og stóð hann sig víst með prýði.
Annars hef ég ekkert fleira um málið að segja í bili.
|
Annars er svo sem ekkert að frétta af mér. Maður hangir bara í tölvunni, borar í nefið og bakar til jólanna þess á milli (sjensinn Benzinn).
Hef ákveðið að skötuhjúin, BIRKIR JÓN JÓNSSON og DAGNÝ JÓNSDÓTTIR fái reisupassann fyrir að vera alltaf að aftaníossast í honum Halldóri (sko Ásgrímssyni). Hvert flugu fögru hugsjónirnar og loforðin sem gefin voru fyrir kosningar. Furðulegt með framsóknarmenn hvað þeim telst alltaf að koðna niður um leið og þeir ná kjöri á Alþingi. Eins gott að maður er einn af þeim.
Ipswich er á hvínandi siglingu í boltanum og völtuðu yfir Leeds um daginn (Sorrí Dúddi, ég bara varð að skrifa þetta). En töpuðu reyndar illa fyrir Sunderland um síðustu helgi. Eins gott að maður hitti ekki Gústa á næstunni. En toppsætið verður okkar á morgun (í dag). Virðist ekki skipta neinu máli þótt að unglingaliðið sé látið spila leik efir leik. Einn 16 ára í liðinu um daginn og stóð hann sig víst með prýði.
Annars hef ég ekkert fleira um málið að segja í bili.
|