fimmtudagur, ágúst 09, 2007

 

It's All Over Now

Eins og lýðum mun vera ljóst er afmælispartýi ársins lokið og fór það gríðarlega vel fram. Samkvæmt opinberum tölum frá Sýslumannsembættinu á Húsavík mættu 42 í veisluna á aldrinum 5 til 66 ára. 31 lítri af bjór, tæpir 10 lítrar af bollu, 8 pokar af flögum, 1 kassi af Prince Polo (Elitesse) og ógrynni af smurðu brauði hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. Eða það minnir mig allavega. Að minnsta kosti hefur engin haldið öðru fram í mín eyru. Nú er stóra spurningin. Tekst Nonna að slá þessa veislu út með brúðkaupsveislunni sinni. Mér þætti gaman að sjá það.

Þeir sem voru vant við látnir geta nagað sig í handarbökin eða aðra líkamshluta ef ekki vill betur til. Þar á ég sérstaklega við þá sem afboðuðu sig með kvef, eða eiga tengdapabba úr Bárðardal eða þá sem fóru til Vestmannaeyja, eða þá sem þögðu þunnu hljóði.

Hef heyrt því fleygt að heimildarmyndin um samkvæmið verði útnefnd til Edduverðlaunanna sem heimildarmynd ársins.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?