laugardagur, apríl 14, 2007
Must We Remain, Perfect Strangers?
Nú, Jæja! Húsfreyja á Kanaríeyjum hafði samband við mig í vikunni og kallaði saman fund í skemmtinefnd sumarsins 2007. Reyndar þurfti nú varla að kalla saman þennan fund vegna þess að hún var búin að skipuleggja þetta allt saman eins og hennar er von og vísa. Útilegur, brúðkaup og afmælisveislur hér og þar. Við Dúddi "gamli" samþykktum allt án þess að hreyfa við mótatkvæðum enda var þetta nú bara ljómandi gott hjá henni blessaðri. Það kom svo í ljós þegar farið var að bera þetta undir aðra meðlimi "gamla" gengisins að gríðarlegur hljómgrunnur var fyrir dagskránni.
Annars er bara allt gott að frétta hérna úr myrkviðum alheimsins.
|
Annars er bara allt gott að frétta hérna úr myrkviðum alheimsins.
|