sunnudagur, apríl 22, 2007
Hit Me Baby Twice This Time
Hálfnakinn gagnvart þessari viðsjárverðu veröld birtist ég hér enn nokkuð heill og óskemmdur. Auðvitað geta aðrir haft sína skoðun á því en þetta er mitt blogg og viðkomandi geta bara haft sína skoðun á því.
Var búinn að velta því nokkuð fyrir mér um hvað ég ætti að skrifa í þetta skiptið og það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Var að velta fyrir mér að tjá mig um mannréttindabrot sem framin eru daglega á barnlausu fólki til dæmis. Hverjir eru það sem halda þessu þjóðfélagi gangandi til dæmis. Er það fólkið í fæðingarorlofinu, fólkið sem er heima hjá veikum börnum eða fólkið sem þarf reglulega að taka sér frí í vinnunni til að horfa á leiksýningar barna sinna, fara í foreldraviðtöl, elta börn sín á hin ýmsustu íþróttamót eða þessháttar. Nei og aftur nei. Þeir sem halda þessu þjóðfélagi gangandi eru þeir sem mæta alltaf í vinnuna sína og taka aldrei frí, tja nema þá þetta lögbundna sumarfrí sem allir eiga rétt á. Hvað segið þið um þetta annars. Ættum við ekki bara að vera á hærri launum en hinir eða hvað. Allavega er kostnaður fyrirtækja vegna barnafólks miklu meiri heldur en til okkar hinna. Að ekki sé minnst á þann tíma og fyrirhöfn sem þarf til þess að leysa þetta fólk af í vinnunni sinni. Og hvaða fólk er það sem leysir barnafólkið af. Jú einmitt. Við þessi barnlausu.
Svo ætlaði ég einhverntíman að minnast á aðför fjölmiðla að hinni yndisfríðu og geðþekku söngkonu Britney Spears sem ég tek hatt minn ofan fyrir á þessum síðustu og verstu dögum. Konugreyið má ekki leysa vind án þess að heimspressan fari á límingunum. Mér finnst hreint aðdáunarvert hversu vel henni hefur gengið að höndla álagið sem fylgir þessu áreiti sem einhverju sinni hefði nú flokkast undir einelti í mínum kokkabókum. Aumingja konan.
Ummæli dagsins átti hins vegar hann þarna þingmaður samfylkingarinnar sem gekk til liðs við frjálslynda flokkinn á dögunum. Valdimar einhversson minnir mig að hann heiti. Hann sagði í útvarpinu í dag að sjálfsstæðisflokkurinn hefði stundað leynimakk í BAKFYLLTUM REYKHERBERGJUM. Nei hættiði nú alveg. Vissulega eru sjálfsstæðisflokkurinn sekur um margt en var þetta nú ekki óþarfi.
|
Var búinn að velta því nokkuð fyrir mér um hvað ég ætti að skrifa í þetta skiptið og það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Var að velta fyrir mér að tjá mig um mannréttindabrot sem framin eru daglega á barnlausu fólki til dæmis. Hverjir eru það sem halda þessu þjóðfélagi gangandi til dæmis. Er það fólkið í fæðingarorlofinu, fólkið sem er heima hjá veikum börnum eða fólkið sem þarf reglulega að taka sér frí í vinnunni til að horfa á leiksýningar barna sinna, fara í foreldraviðtöl, elta börn sín á hin ýmsustu íþróttamót eða þessháttar. Nei og aftur nei. Þeir sem halda þessu þjóðfélagi gangandi eru þeir sem mæta alltaf í vinnuna sína og taka aldrei frí, tja nema þá þetta lögbundna sumarfrí sem allir eiga rétt á. Hvað segið þið um þetta annars. Ættum við ekki bara að vera á hærri launum en hinir eða hvað. Allavega er kostnaður fyrirtækja vegna barnafólks miklu meiri heldur en til okkar hinna. Að ekki sé minnst á þann tíma og fyrirhöfn sem þarf til þess að leysa þetta fólk af í vinnunni sinni. Og hvaða fólk er það sem leysir barnafólkið af. Jú einmitt. Við þessi barnlausu.
Svo ætlaði ég einhverntíman að minnast á aðför fjölmiðla að hinni yndisfríðu og geðþekku söngkonu Britney Spears sem ég tek hatt minn ofan fyrir á þessum síðustu og verstu dögum. Konugreyið má ekki leysa vind án þess að heimspressan fari á límingunum. Mér finnst hreint aðdáunarvert hversu vel henni hefur gengið að höndla álagið sem fylgir þessu áreiti sem einhverju sinni hefði nú flokkast undir einelti í mínum kokkabókum. Aumingja konan.
Ummæli dagsins átti hins vegar hann þarna þingmaður samfylkingarinnar sem gekk til liðs við frjálslynda flokkinn á dögunum. Valdimar einhversson minnir mig að hann heiti. Hann sagði í útvarpinu í dag að sjálfsstæðisflokkurinn hefði stundað leynimakk í BAKFYLLTUM REYKHERBERGJUM. Nei hættiði nú alveg. Vissulega eru sjálfsstæðisflokkurinn sekur um margt en var þetta nú ekki óþarfi.
|