sunnudagur, apríl 24, 2005
The Times They are a Changin
Hef verið sakaður um að vera slappur að skrifa. Hmm! Gæti verið eitthvað til í því. Er annars, eins og alþjóð fer bráðum að vita, byrjaður að vinna í BYKO og þessi netta geðveiki sem ég hef yfirleitt sóst eftir í mínum vinnum er í algleymingi og ekkert nema gott um það að segja. Annars er þetta eins og að vera kominn heim aftur þó að ég hafi aldrei unnið hjá BYKO. Þekki flesta viðskiptavinina frá KEA og Slippstöðvar árunum og hef unnið með fimm samstarfsmönnunum áður þannig að þetta er allt eins best verður á kosið.
Það er annars að frétta að ljós ömmu minnar Huldu Laufeyjar Davíðsdóttur (1914-2005) slokknaði í síðasta skipti á þriðjudaginn 19. apríl. Blessuð sé minning hennar.
|
Það er annars að frétta að ljós ömmu minnar Huldu Laufeyjar Davíðsdóttur (1914-2005) slokknaði í síðasta skipti á þriðjudaginn 19. apríl. Blessuð sé minning hennar.
|