laugardagur, janúar 22, 2005

 

Allur lurkum laminn

Mér finnst eins og Gunni Svavars hafi lamið mig með lurkum í allan gærdag. Ég er ekki vanur að vera í vinnu sem ég þarf að hreyfa mig svona mikið í. Er annars í óvæntu fríi í dag sökum brælu á miðunum. Það er svo sem ekkert að frétta. Maður vinnur og sefur aðallega þessa dagana og gerir ekki margt annað. Fyrir þá sem ekki vita hvað Ísfélag Vestmannaeyja er þá er það sem sagt Krossanesverksmiðjan. Ég er ekki að búa til ís í Vestmannaeyjum eins og Nonni frændi hélt. Þetta er nú reyndar ekki eins hræðileg vinna og ég hef alltaf haldið en kannski ekki alveg draumastarfið hjá mér. En þetta tussast allavega.

Nú hef ég ekki hent neinum alþingismanni út í þessum geysispennandi Survivor leik mínum síðan fyrir Jól og best að láta nokkra vaða núna. ÁRNI MAGNÚSSON fær að fara fyrir Impregilo vitleysuna alla saman. DRÍFA HJARTARDÓTTIR, veit ekki hver hún er og SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, ja hún er í Sjálfsstæðisflokknum greyið.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?