laugardagur, október 30, 2004

 

Vívissjúamerríkristmassvívissjúamerrí...

Halló halló. Segiði ekki allt gott? Nú er það. O.K.

Fór í jólaföndur til Huldu sis. á fimmtudagskvöldið og læri að búa til þrívíddarjólakort. Þannig að þið sem fáið 40 feta gám sendan heim rétt fyrir jólin og vitið ekki hvaðan á ykkur stendur verðið ég meina veðrið, látið ykkur ekki bregða. Þetta er bara jólakort frá mér.

Nú þegar loksins er búið að fletta ofan af svikum olíufélaganna þá held ég best sé að SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR fyrrum dómsmálaráðherra fái að fjúka. Af hverju sagði manneskjan ekki af sér þingmennsku. Skítt með það þó að maðurinn hennar sem óvart var forstjóri Skeljungs hafi ekki sagt henni neitt í óspurðum fréttum þar sem þau borðuðu ýsuna sína. Þetta er bara spurning um prinsipp. Þau pössuðu sig líka á því að vera erlendis þegar innrásin á skrifstofur olíufélaganna var gerð. Þetta er náttúrulega bara bull. Og Þórólfur ofurborgarstjóri skammast sín ekkert þó að hann hafi tekið þátt í þessu. Enda sat hann aldrei neina fundi með forstjórunum að sögn. Svo skiptir þessi sekt náttúrlega alls engu máli. Það þarf engin að segja mér að olíufélögin hafi hætt samráði, þeir passa bara að hafa ekkert skriflegt hér eftir. Svo borgum við þeim sektina til baka með bros á vör með hækkandi bensínverði. Aumingja greyin. Erum við ekki heimsk.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?