miðvikudagur, október 06, 2004
Three Little Girls, Spitting in the Backseat
Ég er búinn að finna upp nýjan leik sem ég ætla að hafa hérna á síðunni. Mér finnst þetta vel til fundið úr því að "Leikhúsið við Austurvöll" er byrjað á nýjan leik. Leikurinn fer semsagt þannig fram að 63 þátttakendur eru (valdir af handahófi, hehe) með í leiknum, sem sagt allir þingmennirnir okkar. Síðan kýs ég einn og einn í senn burt úr leiknum og sá sem síðastur stendur (situr) eftir vinnur. Í tilefnir stefnuræðu forsætisráðherra hef ég ákveðið að senda fyrst heim á Höfn í Hornafirði, HALLDÓR nokkurn ÁSGRÍMSSON. Hann getur bara drifið sig heim í flökun hjá Skinney-Þinganes til þess að létta undir með útgerðinni sinni, fyrst hann var svona vitlaus að láta Dabba plata sig til að verða forsætisráðherra áður en allt færi í kaldakol í þjóðfélaginu.
|
|