mánudagur, október 04, 2004
Those Were the Days of Their Lives
Jæja, þá er maður nú farinn að mæla einu sinni enn. Alltaf jafn mikið stuð í gangi. Það er svo sem ekkert að frétta héðan frekar en venjulega. Ég gæti þusað heilmikið um framsóknarflokkinn og Kristinn H. og ég gæti þusað um Jón Steinar, hrl. en ég bara nenni því ekki. Ég held að menn séu að verða búnir að segja það sem segja þarf í þeim málum. Ég gæti þusað um kennaraverkfallið en ég læt Huldu systir það alveg eftir þar sem hún fer bráðum að verða ein af þessum heimtufrekjum (hehe, bara að launa þér fyrir smsið í dag).
Annars stökk ég. (Af hverju skrifar maður svona vitleysu, lesist: Ég fór á bílnum) upp á Mongó í hádeginu og horfði á Coventry - Ipswich, sem að mínir menn unnu auðvitað. Varamarkmaður Ipswich byrjar inná í sínum öðrum leik á ferlinum og ver víti, tvítugur strákurinn (Wales U21). Dean Bowditch (England U19) kom svo Ipswich yfir en svo jöfnuðu Coventry og skoruðu svo sjálfsmark í restina. Gaman að sjá mína menn spila 4-3-3 eins og á gullaldarárunum. Með þá þrjá frammi, Bowditch, Darren Bent (England U21) og Shefi Kuqi (Finnland A). Mér fannst nú samt illa mætt af Ipswich mönnum þarna uppfrá þar sem að ég var þarna einn í fyrri hálfleik að vísu varÁrni sjálfur með annað augað á þessu en það bætti töluvert úr skák í seinni hálfleik þegar enginn annar en Sveinbjörn "Sjallaskrímsli" mætti galvaskur og horfði með okkur. Ég vil nú samt taka það skýrt fram að hann heldur með Wolverhampton Wanderers.
Þegar öllu þessu var lokið þá dreif ég mig útá Grenivík í kaffi (og mat) til Mömmu gömlu sem bakaði vöfflur í tilefni dagsins og steikti kótelettur í kvöldmatinn, þannig að maður er bara nokkuð vel haldinn í dag, sei sei.
|
Annars stökk ég. (Af hverju skrifar maður svona vitleysu, lesist: Ég fór á bílnum) upp á Mongó í hádeginu og horfði á Coventry - Ipswich, sem að mínir menn unnu auðvitað. Varamarkmaður Ipswich byrjar inná í sínum öðrum leik á ferlinum og ver víti, tvítugur strákurinn (Wales U21). Dean Bowditch (England U19) kom svo Ipswich yfir en svo jöfnuðu Coventry og skoruðu svo sjálfsmark í restina. Gaman að sjá mína menn spila 4-3-3 eins og á gullaldarárunum. Með þá þrjá frammi, Bowditch, Darren Bent (England U21) og Shefi Kuqi (Finnland A). Mér fannst nú samt illa mætt af Ipswich mönnum þarna uppfrá þar sem að ég var þarna einn í fyrri hálfleik að vísu varÁrni sjálfur með annað augað á þessu en það bætti töluvert úr skák í seinni hálfleik þegar enginn annar en Sveinbjörn "Sjallaskrímsli" mætti galvaskur og horfði með okkur. Ég vil nú samt taka það skýrt fram að hann heldur með Wolverhampton Wanderers.
Þegar öllu þessu var lokið þá dreif ég mig útá Grenivík í kaffi (og mat) til Mömmu gömlu sem bakaði vöfflur í tilefni dagsins og steikti kótelettur í kvöldmatinn, þannig að maður er bara nokkuð vel haldinn í dag, sei sei.
|