miðvikudagur, október 13, 2004

 

Taxmen of the World Unite and Take Over.

Nú er það ljótt maður. FVSA er búið að samþykkja áskorun á félagsmenn að afreiða ekki Sólbak EA. Svo komu Gunni og Brynja í dag og þar sem ég er nú svo mikill stéttarfélagsmaður þá mátti ég hvorki gefa Gunna vott né þurrt. Þessi vitleysa fer nú bara að fara með heilu fjölskyldurnar.

í hinum geðveikt spennandi Survivor Althingi 2004 leik þá verð ég bara að sparka GEIR H. HAARDE fyrir allar þessar arfavitlausu skattalækkanir sem hann er búinn að lofa. Skattarnir mínir lækka um 250 krónur en hans skattar um 25.000.- a.m.k. Halló! halló! er einhver heima þarna suðrí Valhöll eða hvað. Svo heyrði ég í GUNNARI BIRGISSYNI í útvarpinu í gær og ég held að ég verði bara að vísa honum frá líka. Hann skilur bara ekkert í þessari heimtufrekju í kennurum. Aumingja Gunnar. Hann er alþingismaður, bæjarfulltrúi í Kópavogi og forstjóri í eigin verktakafyrirtæki. Þannig að hann fær frí greyið. PÉTUR BLÖNDAL fór á kostum í "Íslandi í dag" í kvöld og skildi bara ekki að hvernig fólk færi að því að reikna skattalækkanrinar út, þær væru svo miklu meiri heldur en stjórnarandstaðan væri búin að reikna út. Og ef að fólki findist það vera á láguum launum þá ætti það bara að skipta um vinnu. Burt með þig Pétur.

Annars hef ég ekkert meira að segja.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?