sunnudagur, október 10, 2004
Rock´n Roll was here Yesterday.
Við Páli skuppum á Oddvitann á föstudagskvöldið og sáum Dark Harvest fara hamförum. Gulli Falk er náttúrulega ekkert venjulegur gítarleikari. Svo eru þeir með trommara sem hefur áreiðanlega einhverntíma verið greindur ofvirkur og bassaleikara sem lét sér ekki duga minna en sex strenga bassa. Ætli nýja platan þeirra verði ekki platan sem maður kaupir þetta árið. Svo mætti ég galvaskur klukkan tólf til Axels til að hjálpa honum að flytja, það gekk bara ljómandi vel fyrir utan nokkrar dramatískar gloríur hjá Hilmari sem fór á kostum sem aldrei fyrr.
Þá er komið að Survivor leiknum mínum. Þar sem að ég hef hekki bloggað í þrjá daga þá er við hæfi að þrír fái að fjúka í þetta skiptið. Fyrstur fer DAVÍÐ ODDSSON, fyrir að plata Halldór Ásgímsson greyið uppúr skónum. Annar fer HALLDÓR BLÖNDAL fyrir afar ótímabæra ræðu við setningu Alþingis og sá þriðji er STURLA BÖÐVARSSON fyrir óvenjulega sprengigleði.
Sæl að sinni
|
Þá er komið að Survivor leiknum mínum. Þar sem að ég hef hekki bloggað í þrjá daga þá er við hæfi að þrír fái að fjúka í þetta skiptið. Fyrstur fer DAVÍÐ ODDSSON, fyrir að plata Halldór Ásgímsson greyið uppúr skónum. Annar fer HALLDÓR BLÖNDAL fyrir afar ótímabæra ræðu við setningu Alþingis og sá þriðji er STURLA BÖÐVARSSON fyrir óvenjulega sprengigleði.
Sæl að sinni
|