þriðjudagur, október 19, 2004

 

It´s Not the End of the World as I Know it

Eins og fólk sér vonandi þá var ég að auka við linkana á síðunni. Á samt eftir að laga þetta heilmikið í viðbót.

Hulda mín ég geri það bara fyrir þig að henda henni ÞORGERÐI KATRÍNU GUNNARSDÓTTUR burt fyrir lögin sem hún er ekki búin að setja ennþá á kennarana. JÓN KRISTJÁNSSON fær einnig að fjúka fyrir að láta sér detta það í hug að hækka skatta á áfengi. Mér er alveg sama þó að hann sé frændi hans Dúdda. Þetta bara er ekki hægt. Ef að einhver heldur að áfengisdrykkja á Íslandi minnki með því að hækka verðið á áfengi þá fer hinn sami villur vegar. Það gæti þó hins vegar verið að sala á áfengi í ríkinu minnkaði. En þetta er kannski hluti af þeirri meinloku ríkisstjórnarinnar að einkavæða þurfi allt. Líka áfengisframleiðsluna sem fer líklega að mestu leyti framvegis fram í bílskúrum og kjöllurum landsmanna. Vei vei Jón.

Ef að einhverjum dettur það virkilega í hug að ég hafi ætlað að fækka fötum fyrir systur mínar þá ætti sá hinn sami að láta athuga kollinn á sér. Ég bjóst hins vegar við því að þarna yrði þvílíkur sægur af kvenfólki að manni myndi líða eins og mink í hænsnakofa. Það var nú ástæðan fyrir því að maður klæddi sig uppá og skóf af sér mestu óværuna. En þegar á hólminn var komið þá reyndust þetta bara vera svik og prettir hjá einmana sjómannsekkjum sem að þorðu ekki að bjóða til sín neinum karlmanni nema bróður sínum sem alltaf er góðmennskan uppmáluð, sérstaklega þegar hann heldur að hann geti grætt eitthvað á því.

Jæja það er best að hætta þessu strax svo að fólk geti komist að með að svara þessum ásökunum.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?