miðvikudagur, október 27, 2004

 

I was Kaiser Bill´s Batman

Heyrði alveg snilldar viðtal í svæðisútvarpinu í dag við einhverja konu í Þistilfirði sem Pétur Citroen tók viðtal við. Þannig var að á bænum Ytra-Álandi birtist allt í einu leðurblaka í fullum skrúða og gerði sig heimakomna við tölvu heimilisfólksins. Fyrst hélt ég reyndar að ég hefði sofið heldur lengi og kominn væri fyrsti apríl vegna þess að ég hef aldrei nokkurntíma heyrt um leðurblökur á Íslandi, hvað þá norður í Þistilfirði. Enda skilst mér að þetta hafi ollið vísindamönnum landsins nokkrum heilabrotum. Það kom að vísu fram að einstaka sinnum hafa flækst hingað blökur með millilandaskipum og var víst ein í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum síðan. Millilandaskip í Þistilfirði, næsta höfn er Þórshöfn og það er ekki gríðarleg traffík af flutningaskipum þar. En svo rann upp fyrir mér ljós. Það var heill floti af rússneskum herskipum sveimandi um fyrir utan Þistilfjörð á dögunum og enginn þóttist vita hvað þeir voru að bardúsa. Hér komin skýring á því. Þeir voru í samvinnu við ríkisstjórn Íslands að koma fyrir njósnavélmennum í líki leðurblaka í heimasveit eins helsta stjórnarandstöðuforkólfsins, hans Steingríms J. Hversvegna veit ég hins vegar ekki en þetta getur bara ekki verið tilviljun. Kæmi mér svo alls ekkert á óvart þó að upp kæmi að Norðmenn hefðu átt einhvern að máli þarna.

Að öðru. EINAR KR. GUÐFINNSSON var jafnleiðinlegur og vitlaus og venjulega í sjónvarpinu á mánudagskvöldið þannig að getur drifið sig heim á Bolungarvík aftur til að reyna að útskýra kvótamálið fyrir Vestfirðingum.

Að enn öðru. Hulda mín. Ég hélt bara að það þyrfti ekki að taka það fram hversu mikill listakokkur þér eruð. Enda hef ég oftsinnis notið góðs af Því. Mér fannst hins vegar fréttnæmt að Brynja gæti eldað annað en hamborgara.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?