þriðjudagur, október 19, 2004

 

I Smell Winter

Nei Hulda það er ekkert að gerast, allavega sem þú vilt vita. Hef bara ekki haft tíma til að blogga enda alltaf í heimsókn hjá þér.

Fyrir þá sem ekki vita það nú þegar var ég pantaður sem skemmtiatriði á kvennakvöld heima hjá Huldu á föstudagskvöldið. Þannig að ég tók jólabaðið snemma og fór í hreinan G-streng og mætti galvaskur. Mér til mikilla vonbrigða mættu aðeins systur mínar og fyrrverandi kærasta. The Story of My Life.

Svo segja sumir að það sé kominn vetur en hafið ekki áhyggjur, þetta verður allt farið fyrir Jól. Nema kannski uppi á Kárahnjúkum hjá Pála sem kemst víst ekki út úr húsi þarna uppfrá og situr bara og borar í nefið.

Það hrúgast niður börnin í vinahópnum þessa dagana. Siggi og Ingunn eignuðust strák og Dóri Kristjáns og Sibba eignuðust stelpu. Það fer að bresta á hjá Axel og Lilju. En Hreiðar og Ásbjörg eruð þið búin að eiga?. Maður ruglar þessu öllu saman. Hvað var það eiginlega sem gerðist þarna uppúr áramótum sem ég missti af?

ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, þinn tími er kominn af því að þú heldur með slúbbertunum í Norwich City.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?