sunnudagur, september 12, 2004

 

Will We Be The Champions, My Friends?

Mikið óskaplega er maður búinn að vera rólegur þessa helgina. Það eina sem ég hef gert eitthvað óvenjulegt er það var tiltektardagur í blokkinni hjá mér og við fórum með tvær fullar kerrur upp í gáma af einhverju drasli sem löngu burtfluttir íbúar höfðu skilið eftir í sameigninni. Reyndum svo aðeins að taka til eftir málarana (helv. iðnaðarmenn). Semsagt geðveikt stuð.

Hef orðið var við ákveðið áhugaleysi hjá fólki í sambandi við skráningu í draumadeildina, held bara að fólk þori ekki.

Vil annars benda fólki á að skoða síðu 345 í textavarpi RUV og sjá hverjir eru efstir í Champions League á Englandi.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?