föstudagur, september 17, 2004
Við viljum Sigurð
Nú eru uppi hugmyndir um að byggja háhýsi hérna út um hvippinn og hvappinn hérna á Akureyri. Mér er svo sem slétt sama. Pant samt ekki búa á efstu hæð. Og svo er spurning um tilgang. Það eru flestar jarðir hér í kring komnar í eyði þannig að ekki er nú landskortur málið eða hvað?.
Enn hef ég heyrt umræðu um það að taka íþróttavöllinn okkar og byggja á honum. Er ekki allt í lagi með fólk. Þetta er líklega einhver skemmtilegasta aðstaða á landinu frá náttúrunnar hendi. Menn tala um að það mæti hvort sem er aldrei neinn á þessa íþróttaviðburði sem eru þarna. Það má vel vera rétt enda geta þessi íþróttafélög okkar ekki neitt í fótbolta. Svo eru alltaf uppi hugmyndir um sameiningu félaganna Þórs og KA. Ég hef nú lengi verið á móti þeirri hugmynd en er eiginlega snúast í afstöðu minni. Það er nú þannig að í þessum blessuðum heimi íþróttanna snýst allt um peninga í dag. Ef af sameiningu yrði ættum við að geta haldið úti sterkum fótbolta og handbolta liðum. Skiptir svo sem ekki máli í körfu og blaki þar sem að aðeins eitt lið er í gangi þar og hefur verið um árabil og í kvennaboltanum þar löngu er búið að sameina. Hitt er svo aftur annað mál að þeir strákar sem ekki komast í úrvalsliðið (ÍBA) munu alltaf finna sér einhver smærri lið á svæðinu til að spila með og gæti þetta komið þeim liðum til góða líka. Hver man ekki eftir stórveldum eins Vaski, TBA, Nökkva, Magna, Æskunni, Árroðanum, UMSEb, SM, Leiftri, Dalvík, Reyni Ársk., Völsungi, Bjarma, HSÞb, Narfa, Dagsbrún og så videre. En þrátt fyrir allt þetta þoli ég samt ekki KA.
|
Enn hef ég heyrt umræðu um það að taka íþróttavöllinn okkar og byggja á honum. Er ekki allt í lagi með fólk. Þetta er líklega einhver skemmtilegasta aðstaða á landinu frá náttúrunnar hendi. Menn tala um að það mæti hvort sem er aldrei neinn á þessa íþróttaviðburði sem eru þarna. Það má vel vera rétt enda geta þessi íþróttafélög okkar ekki neitt í fótbolta. Svo eru alltaf uppi hugmyndir um sameiningu félaganna Þórs og KA. Ég hef nú lengi verið á móti þeirri hugmynd en er eiginlega snúast í afstöðu minni. Það er nú þannig að í þessum blessuðum heimi íþróttanna snýst allt um peninga í dag. Ef af sameiningu yrði ættum við að geta haldið úti sterkum fótbolta og handbolta liðum. Skiptir svo sem ekki máli í körfu og blaki þar sem að aðeins eitt lið er í gangi þar og hefur verið um árabil og í kvennaboltanum þar löngu er búið að sameina. Hitt er svo aftur annað mál að þeir strákar sem ekki komast í úrvalsliðið (ÍBA) munu alltaf finna sér einhver smærri lið á svæðinu til að spila með og gæti þetta komið þeim liðum til góða líka. Hver man ekki eftir stórveldum eins Vaski, TBA, Nökkva, Magna, Æskunni, Árroðanum, UMSEb, SM, Leiftri, Dalvík, Reyni Ársk., Völsungi, Bjarma, HSÞb, Narfa, Dagsbrún og så videre. En þrátt fyrir allt þetta þoli ég samt ekki KA.
|