fimmtudagur, september 02, 2004
Rákum við í réttirnar...
Eins og Hulda systir mín bendir (með brotna puttanum) réttilega á þá eru í dag 16 ár síðan að ég eyddi kr. 20.000.- í afruglara. Það var kannski af því tilefni sem að Íslenska útvarpsfélagið skrifaði mér á dögunum og benti mér kurteislega á að skila nú afruglaranum sem að ég er með í láni hjá þeim ef að ég ætlaði ekki að drullast til að kaupa áskrift hjá þeim. Til hvers að kaupa áskrift? Enski boltinn er á Skjá flestra landsmanna. Og það er ódýrara að fara út á leigu og taka þessar fáu bíómyndir sem manni langar að sjá. Hulda systir hefur líka bara gaman af því að taka upp 24 og Amazing Race fyrir mig. Hún hefur líka ekkert annað að gera. (Mér þætti gaman að sjá framan í hana núna). Meðan ég man, Hulda, skilaðu kveðju til Möggu Birgis frá afrugaranum, þ.e. þessum gamla. Ef að einhver vill kaupa hann af mér þá getur hann farið á svona sirka kr. 15000.-
Önnur mál. Ég braut engann helvítis bekk á Oddvitanum Sigurpáll. Það voruð þið aularnir, þú og Brynjar sem sátuð í honum þegar ég kom þarna sárasaklaus og rétt tyllti mér á brúnina. Og ég man ekki betur en að Brynjar hafi verið farinn að rífa hann í sundur rétt skömmu síðar. Og hananú!
Minni á réttir á sunnudaginn. Allir að mæta til að draga þessar þrjár kindur sem eftir eru á afréttinni.
Brynja, þetta er allt saman hálfgerð latína fyrir mér. (Num).
Minni einnig á www.draumadeildin.is. Fíflin náttúrlega byrjuð án þess að láta nokkurn vita. Meira að segja Dabbi frændi byrjaður og kominn með 81 stig og þagði þunnu hljóði yfir þessu. Hann verður tekinn í gegn á sunnudaginn. En mér skilst að hann mæti bara í réttir þegar Crystal Palace er í efstu deild. En þessi 81 stig sem hann þykist vera kominn með verða dregin frá í langbestu deildinni. Það er ekki smurning.
|
Önnur mál. Ég braut engann helvítis bekk á Oddvitanum Sigurpáll. Það voruð þið aularnir, þú og Brynjar sem sátuð í honum þegar ég kom þarna sárasaklaus og rétt tyllti mér á brúnina. Og ég man ekki betur en að Brynjar hafi verið farinn að rífa hann í sundur rétt skömmu síðar. Og hananú!
Minni á réttir á sunnudaginn. Allir að mæta til að draga þessar þrjár kindur sem eftir eru á afréttinni.
Brynja, þetta er allt saman hálfgerð latína fyrir mér. (Num).
Minni einnig á www.draumadeildin.is. Fíflin náttúrlega byrjuð án þess að láta nokkurn vita. Meira að segja Dabbi frændi byrjaður og kominn með 81 stig og þagði þunnu hljóði yfir þessu. Hann verður tekinn í gegn á sunnudaginn. En mér skilst að hann mæti bara í réttir þegar Crystal Palace er í efstu deild. En þessi 81 stig sem hann þykist vera kominn með verða dregin frá í langbestu deildinni. Það er ekki smurning.
|