miðvikudagur, september 15, 2004

 

Fljúgum hærra!

Vil minna á að það er hátíðisdagur í sögu íslenska lýðveldisins. Örn Árnason er að láta af embætti forsætisráðherra og hinn geðþekki Bolvíkingur Pálmi Gestsson að taka við. Skoðið endilega bakþanka Fréttablaðsins í dag, brandara mínum frá því fyrr á þessu bloggi hefur verið stolið af einhverri kvensnift.

Ekki stóð sælan á toppnum lengi yfir. Ipswich tapaði í gærkvöldi 2-3 fyrir Stoke City sem komst á toppinn í staðinn. Hver hefði svosem trúað því?. En þetta er allt í lagi meðan við erum fyrir ofan, Leeds, West Ham, Sunderland og Wolves.

Ekki veit ég hvað Davíð Oddsson og co voru að væla yfir að það þyrfti að styrkja loftvarnir Íslands. Fannst allavega nóg um loftvarnir hérna yfir Akureyri í gær. Hávaðinn slíkur að amma mín sem er níræð og hálfheyrnarlaus kvartar yfir hávaða þegar þessi glæsiloftför hans Runna skjótast fram hjá herbergisglugganum hennar á Kjarnalundi. Legg til að stað þess að þessi morðtól séu látin þykjast lenda á Akureyrarflugvelli á góðviðrisdögum séu þau látin fljúga reglulega í lágflugi yfir vesturbæinn í Reykjavík. En það má auðvitað ekki. Einhverjar gamlar sjálfgræðisflokkshetjur gætu fengið hjartaáfall á elliheimilinu Grund.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?