mánudagur, september 27, 2004

 

Fjöllin hafa vaknað!!!

Jæja krakkar. Ég fór á Egó á laugardagskvöldið. Þeir voru náttúrlega bara snilldin ein. Þeir tóku flest Ególögin ásamt allskonar öðrum Bubbalögum. Stukku jafnvel yfir í Clash og fleira góðgæti. Hittumst heima hjá mér, ég, Dúddi, Ingvar, Tóta og Guðný vinkona hennar. Drifum okkur svo í Sjallann og skemmtum okkur gríðarlega. Var djöfull framarlega lengst af og fílaði mig í ræmur. Enda var ég svo sveittur að ég gat undið bolinn minn þegar ég kom heim. Helvíti var ég nú samt ánægður að hitta þig fremstan manna Sigurður. Óheppnir þeir sem tímdu ekki að fara. Annars hefur svo sem ekkert gerst sem segjandi er frá.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?