fimmtudagur, september 30, 2004

 

Burning Down the House.

Jæja þá er maður nú á síðasta degi á Lögmannsstofu Norðurlands. Búinn að tæma reikingana og kaupa miða til útlanda aðra leiðina. Annars er svo sem ekkert um það meira að segja nema að það vill mig enginn í vinnu. Allavega enginn sem ég vill vinna hjá. Furðulegt ekki satt. En það hlýtur að blessast. Það er aldeilis að menn gera garðinn frægan víðs vegar um landið. Hörður rústaði byggðasafninu á Höfn og Lena kveikti í vilkósúpu á Blönduósi. Hvað er eiginlega að gerast með þetta fólk sem maður þekkir?

Varðandi þessar meintu kvennafarsdylgjur sem Hulda systir hefur verið að kommenta um hérna á síðunni þá neita ég alfarið að tjá mig um þau mál

Lifið heil

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?