mánudagur, ágúst 23, 2004
Upp með sokkana
Þegar ég byrjaði á þessu bloggi hérna þá hélt ég í einfeldni minni að myndi aldrei skorta eitthvað til að skrifa um. Það reyndist nú öðru nær. Maður er bara alltaf vita andlaus hérna. Það er að vísu lítið um að vera í pólitíkinni. Nema það að Halldór Ásgrímsson er alveg að verða búinn að ganga af Framsóknarflokknum dauðum. En það er nú svosem í lagi. Hverjir eru það eiginlega sem kjósa Framsóknarflokkinn núorðið? Ekki bændur, ekki konur, ekki vinstrimenn (Nema þeir sem halda að Steingímur Hermanns stjórni honum ennþá), ekki hægrimenn (Nema þeir eigi hlutabréf í Skinney-Þinganes). Jú ég veit það eru þeir sem halda að Jóhannes Kristjánsson og Pálmi Gestsson séu í framboði. Já nei, ég segi nú bara svona.
Ipswich gengur bara eins og við var búist í boltanum. Win some, loose some. Það er náttúrlega enginn mannskapur sem þeir hafa. Bara einhverjir nýfermdir strákar og ellilífeyrisþegar. En það er svo sem allt í lagi ef þeir vinna einhverja leiki. En helvíti held ég nú samt að þeir eigi langt í land til að geta spilað í efstu deild. Talandi um efstu deild þá heldur Arsenal áfram að vinna og líklega verða þeir meistarar ef að ekkert klikkar hjá þeim. Annars verður þetta áreiðanlega jafnara heldur en undanfarin ár bæði efst og neðst. Chelsea gæti gert þeim skráveifu en ég held að þeir þurfi lengri tíma. ManU er held ég bara ekki með nógu og gott lið en maður skyldi aldrei afskrifa þá fyrr en í fulla hnefana. Liverpool gæti gert rósir næsta vetur. En ég held að Sir Bobby sé að klúðra þessu með Newcastle. Aðrir eiga ekki sjens. Liðin sem verða í botnbaráttunni verða Norwich (að sjálfsögðu), Crystal Palace, WBA, Everton og Southampton. Líklega fara Palace, Norwich og EVERTON niður. Það þarf allavega eitthvað að gerast andlega hjá þeim. Þeir selja Rooney eitthvert um áramótin og þá verður þetta búið hjá þeim. Þetta verður söguleg stund því að Everton er eitt þriggja liða sem aldrei hefur fallið úr efstu deild. Hin eru Arsenal og Liverpool. Coventry var fjórða liðið en þeir fóru niður um árið. En hvað með Portsmouth? Ég man bara ekki hvort að þeir hafa verið uppi áður. En svo hef ég kannski bara rangt fyrir mér.
|
Ipswich gengur bara eins og við var búist í boltanum. Win some, loose some. Það er náttúrlega enginn mannskapur sem þeir hafa. Bara einhverjir nýfermdir strákar og ellilífeyrisþegar. En það er svo sem allt í lagi ef þeir vinna einhverja leiki. En helvíti held ég nú samt að þeir eigi langt í land til að geta spilað í efstu deild. Talandi um efstu deild þá heldur Arsenal áfram að vinna og líklega verða þeir meistarar ef að ekkert klikkar hjá þeim. Annars verður þetta áreiðanlega jafnara heldur en undanfarin ár bæði efst og neðst. Chelsea gæti gert þeim skráveifu en ég held að þeir þurfi lengri tíma. ManU er held ég bara ekki með nógu og gott lið en maður skyldi aldrei afskrifa þá fyrr en í fulla hnefana. Liverpool gæti gert rósir næsta vetur. En ég held að Sir Bobby sé að klúðra þessu með Newcastle. Aðrir eiga ekki sjens. Liðin sem verða í botnbaráttunni verða Norwich (að sjálfsögðu), Crystal Palace, WBA, Everton og Southampton. Líklega fara Palace, Norwich og EVERTON niður. Það þarf allavega eitthvað að gerast andlega hjá þeim. Þeir selja Rooney eitthvert um áramótin og þá verður þetta búið hjá þeim. Þetta verður söguleg stund því að Everton er eitt þriggja liða sem aldrei hefur fallið úr efstu deild. Hin eru Arsenal og Liverpool. Coventry var fjórða liðið en þeir fóru niður um árið. En hvað með Portsmouth? Ég man bara ekki hvort að þeir hafa verið uppi áður. En svo hef ég kannski bara rangt fyrir mér.
|