þriðjudagur, ágúst 31, 2004
On the road again
Alltaf jafn aktífur í þessu bloggi. Brá undir mig betri fótunum og fór á hestbak á laugardaginn með intrumgenginu. Slapp furðuvel frá því þrátt fyrir að hafa ekki stigið á bak í um það bil fimm ár. Var samt eins og ég hefði verið laminn með lurkum á sunnudag og mánudag. Var svo í át og drykkjuveislu hjá Óla og Eyrúnu í Kambagerði 4 um kvöldið. En lét það þó ekki nægja heldur skrapp á Oddvitann þar sem Greifarnir voru furðu brattir að spila. Annars var fólk eitthvað undarlegt þarna á vitanum, brjótandi bekki og haldandi nærfatasýningar. En jæja, kannski ekkert öðruvísi en venjulega.
|
|