laugardagur, ágúst 07, 2004

 

Grámygla og þoka

Það er mikið að maður getur loggað sig hérna inn. Eitthvað helv. agúrkusalat (pikkles) í kerfinu sem gerði það að verkum að ég gat ekki bloggað (afsakanir afsakanir). Það ber helst til tíðinda að ég var eiginlega sendur heim vegna hráefnisskorts úr vinnunni á miðvikudaginn. Það var eiginlega óheppni vegna þess að þá átti ég bágt með að neita litlu systur um að fara út á Grenivík til að hjálpa henni og gamla manninum að helluleggja í garðinum hennar. Þannig að við Sigurgeir og Aron Þór drifum okkur úteftir í bítið á föstudagsmorgun og redduðum þessu fljótt og örugglega.

Síðan drifum við okkur í bæinn og fór ég í grill til Hreiðars og Ásbjargar sem endaði náttúrlega með ósköpum. Allavega þriggja rúllu partí. Þarna voru auk mín og gestgjafanna, Jón, Eiríkur og Guðrún, Tóta og Palli, Dúddi og Lísa, Elli og Kött og Paste. Eftir að menn voru farnir að blunda víðs vegar um íbúðina drifum við okkur, ég Jón og Dúddi áleiðis heim. En Dúddi hvarf okkur sjónum einhversstaðar á Þórsvellinum og veit ég ekki hvort til hans hefur spurst síðan. Þegar að þegar við Nonni vorum komnir heim til mín datt okkur í hug að það gæti verið gaman að skreppa inn í bæ og létum við verða af því. Álpuðumst inn á Dátann og vorum í brjáluðum Techno fílíng með einhverjum börnum þar einhverja stund áður en við sáum okkar óvænna og fórum heim.

Varðandi fyrirspurn sem síðunni hefur borist þá upplýsist það hér með að ég hef ekki verið fullur í allt sumar. En þar sem að grámygla hversdagsleikans umlykur mig flesta daga hérna í fásinninu þá er frá litlu öðru að segja en þessum fáu gleðistundum sem maður á góðra vina hópi.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?