miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Ég kemst í hátíðarskap, þótt úti séu...
Ég þakka kærlega þann hlýhug sem mér hefur verið sýndur á þessum tímamótum í lífi mínu og vil biðja þjóðina um að veita mér svigrúm til að meðtaka þetta allt saman. Annars gæti myndast gjá einhversstaðar. Ég þakka símtöl sem mér hafa borist (Mikael Guðjón, (Brynja), Mamma og Kiddi frændi). Símskeyti sem mér hafa borist í gegnum sms kerfi símans, (Magga, Hulda, Maja, Tóta og Aron Þór). Ég þakka einnig þau komment sem skrifuð hafa verið á þessa annars ágætu síðu, (Heiða, þakka þér fyrir þrisvar). Einnig þakka ég fyrir heimsóknir, (Snúlla úr Höfðahlíðinni, sem lá og breiddi úr sér í rúminu mínu og lét fara vel um sig þegar ég kom úr baði og fyrirgefðu að ég skyldi henda þér út um gluggann en tilfinningarnar báru mig ofurliði). Og þið hin sem munduð ekki eftir afmælinu mínu. Þið hafið enn sjéns til KLUKKAN TÓLF til að óska mér til hamingju.
|
|