fimmtudagur, ágúst 12, 2004

 

Everyday Night Fever

Það er nú meiri hitamollan sem búin er að vera hérna undanfarna daga. Hef reynt að halda mig sem mest inni vegna stórlega gallaðs hitaelements. Fjandi gott að sitja við tölvuna með opna glugga og láta trekkja í gegn. Þetta er farið að minna mig á velluna á Roskilde í fyrra þar sem maður svitnaði við að sitja kyrr og drekka bjór. Og ef maður rölti um svæðið með bjórflöskur í nesti þá voru þær orðnar kaffiheitar eftir hálftíma. Jæja en nóg um það. Það er annars merkilegt hvað fólk getur þvaðrað um þetta b lessaða veður alla daga. Fólk situr úti í hitanum og kvartar yfir því hvað sé heitt. Af hverju fer fólk þá ekki eitthvað annað í stað þess að vera að væla þetta. Hef aldrei botnað í þessu. Hef reyndar tekið eftir því að þetta sama fólk lætur alveg eins á veturna. Þá skilur það ekkert í því hvað veðrið getur verið leiðinlegt. HALLÓ HALLÓ við búum á Íslandi. Ef að þú ert óánægð/ur með veðrið, bíddu þá bara aðeins. Ekki það að það hafi virkað undanfarna daga hérna fyrir norðan upp á síðkastið. 25 stiga hiti alla daga. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum þá fór hitinn í 33 stig á Sörlastöðum í vikunni. Ef að fólk veit ekki hvar þeir eru þá ekki gá á landakort því að þeir eru yfirleitt ekki merktir inn. Annars er bara allt í fína lagi með þetta allt saman.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?