þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Almáttugur og enn sú mæða...
Hér er náttúrlega allt vitlaust að gera eins og venjulega. Fór og heimsótti ömmu mína á laugardaginn. Hún var fjallhress að vanda og var tala um að hún ætlaði í göngur í haust. Það væri nú sjón að sjá hana níræða með grindina á undan sér argandi á eftir kindunum. Nei ég segi nú bara svona.
Fór svo útá Grenivík á sunnudaginn í tvöfalda ammælisveislu. Tvö af börnunum hennar Brynju systur héldu uppá afmælið sitt þá. Gunnar varð 40 ára 21. júlí og Stefanía Daney verður 7 ára 26. ágúst. Þar úðaði maður í sig tertum og alles þangað til maður stóð á blístri.
Fyrir þá sem eru hissa á bloggleti Brynju systur þá er það vegna þess að síðan hún fékk sér þessa nýju fínu tengingu þá hefur tölvan hennar verið full af einhverju vírusógeði þannig að hún kveikir bara helst ekki á henni skilst mér.
Nú erum við enn eina ferðina að fara í stríð við Noreg. Gissur heitinn Þorvaldsson hefði átt að pæla betur í þessu þegar hann undirritaði gamla sáttmála árið 1262. En hann var náttúrlega sunnlendingur greyið.
|
Fór svo útá Grenivík á sunnudaginn í tvöfalda ammælisveislu. Tvö af börnunum hennar Brynju systur héldu uppá afmælið sitt þá. Gunnar varð 40 ára 21. júlí og Stefanía Daney verður 7 ára 26. ágúst. Þar úðaði maður í sig tertum og alles þangað til maður stóð á blístri.
Fyrir þá sem eru hissa á bloggleti Brynju systur þá er það vegna þess að síðan hún fékk sér þessa nýju fínu tengingu þá hefur tölvan hennar verið full af einhverju vírusógeði þannig að hún kveikir bara helst ekki á henni skilst mér.
Nú erum við enn eina ferðina að fara í stríð við Noreg. Gissur heitinn Þorvaldsson hefði átt að pæla betur í þessu þegar hann undirritaði gamla sáttmála árið 1262. En hann var náttúrlega sunnlendingur greyið.
|