mánudagur, júlí 19, 2004
Vitlaust um að vera
Nú þegar Vitlausramannahelgin er að nálgast þá er það eins og venjulega að dagbókin manns fer að fyllast af einhverjum helv. fylleríspartíum. (Undarleg setning). Held að þetta sé Nonna að kenna. Hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra en það er svo skrítið að um leið og fréttist af honum einhversstaðar í námunda við sker það er vér byggjum, þá spretta upp gamlir vinir eins og gorkúlur og bjóða manni í partí hist og her um sveitarfélagið. Ekki það að ég sé neitt endilega að kvarta yfir því, síður en svo. Það er bara svo furðulegt með okkur félagana að þó að búum í 2,5 km radíus frá hver öðrum þá er eins og við getum aldrei hist núorðið nema í einhverjum skipulögðum veislum svona sirka einusinni á ári. Ekki það að það sé ekki alveg eins mér að kenna og þeim. Ég hélt bara svo mörg partí hérna á árunum að ég er bara alveg hættur að nenna því. Þessu fylgja líka þvílík óþrif og pappírsnotkun að jafnvel engispretta myndi dauðskammast sín. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað ég er að fara með þessum pistli en það verður bara að hafa það. Enda er þetta mín síða og ég ræð hvað ég skrifa hérna og hananú.
|
|