mánudagur, júlí 26, 2004

 

Stiklað á stóru

Fór á rúntinn með Dúdda á Doddsinum á föstudagskvöldið, heyrðum það svo í fréttunum daginn eftir að við hefðum verið í lífshættu vegna óðs manns með hreindýrariffil. Eins gott að við vissum ekki af því. El bjón hringdi svo klukkan hálf ellefu, varla kominn til Akureyrar og vildi endilega fá sér í glas. Það endaði náttúrulega með ósköpum eins og venjulega.

Á laugardaginn fórum við El Bjón í heitan hund til Dúdda og co. Það var bara alveg ágætt. Síðan var teiti í Ásveginum á eftir þar sem Bjón var heiðursgestur og var áfengisneysla höfð í hávegum. Pappír var lítt notaður þar til undir það síðasta. Var það lektorinn sem krafist þess. Enduðum svo niðrí bæ þar sem Bjón lenti í klóm kvenna og sneri ég heim við svo búið. Alveg gjörsamlega búinn á líkama og sál. Maður þolir ekkert núorðið.

Á sunnudaginn vakti Brynja systir mig eldsnemma til að taka upp formúluna og tuttugu mínútum síðar hringdi Magga systir og gabbaði mig til Grenivíkur til að hjálpa þeim skötuhjúunum að flytja.

Maður er bara enn að ná sér eftir þetta allt saman.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?