fimmtudagur, júlí 08, 2004
Sandkassaleikurinn í algleymingi
Landsfeður vorir halda áfram að leika sér í sandkassanum við Austurvöll. Meira hvað þetta pakk getur þrefað útaf nánast engu. Dabbi og Dóri kasta leiftursnöggt Barbabrellum fram úr erminni og halda eins gjarnt er um menn í fílabeinsturni að allir séu þeim hjartanlega sammála. Eitt varðandi þessi fjölmiðlalög og allt það klabb. Davíð segir að Baugur eigi alltof mikið. Hm. Var ekki Davíð fundarstjóri á aðalfundum Eimskips um árabil. Eru allir búnir að gleyma Kolkrabbanum heitnum. Fyrir þá sem ekki muna hann þá var það í stuttu máli Eimskip/Skeljungur/Flugleiðir og svo allskonar fyrirtæki sem áttu hvort annað. Er Halldór Ásgrímsson búinn að gleyma SÍS. Sambandið átti allar smærri og sumar stærri byggðir á landinu nema þegar illa gekk hjá einhverjum þá máttu bændaræflarnir borga. Saman áttu þessar tvær samsteypur nánast allt landið. En auðvitað var það allt annað mál og ekki sambærilegt við þetta því að þetta pakk var með flokkskírteinin sín á hreinu.
Varðandi stólaskiptin hjá Framsóknarflokknum. Væri ekki best að fara í leikinn þarna sem ég man ekki hvað heitir þar allir hlaupa í kringum stóla sem raðað er í hring nema hvað þátttakendur eru einum fleiri en stólarnir og svo þegar lagið er búið þá eiga allir að setjast og sá sem fær engan stól fær bara ekki að vera ráðherra lengur. Svo má krydda þetta með því að merkja stólana ákveðnum ráðuneytum svo að það sé á hreinu líka.
Og í annað. Formúla 1. Fólk er alltaf að básúna það hvað Ferrari séu alltof góðir og þetta sé ekkert gaman lengur af því að Shumacher vinni alltaf. Hvað er að þessu liði eiginlega. Hefur engum dottið í hug að hin liðin séu bara of léleg. Peningar segir þá einhver. Vissulega skipta þeir talsverðu máli þessu öllu saman. En ég bendi á að það er ekkert mjög langt síðan að Ferrari vann ekki keppni í 20 ár eða svo. Og svo líka það að nokkrar af keppnunum á yfirstandandi tímabili hafa unnist á leikskipulagi en ekki endilega besta bílnum. Af hverju geta hin liðin ekki lært á þessu. Stórt er spurt en fátt um svör.
|
Varðandi stólaskiptin hjá Framsóknarflokknum. Væri ekki best að fara í leikinn þarna sem ég man ekki hvað heitir þar allir hlaupa í kringum stóla sem raðað er í hring nema hvað þátttakendur eru einum fleiri en stólarnir og svo þegar lagið er búið þá eiga allir að setjast og sá sem fær engan stól fær bara ekki að vera ráðherra lengur. Svo má krydda þetta með því að merkja stólana ákveðnum ráðuneytum svo að það sé á hreinu líka.
Og í annað. Formúla 1. Fólk er alltaf að básúna það hvað Ferrari séu alltof góðir og þetta sé ekkert gaman lengur af því að Shumacher vinni alltaf. Hvað er að þessu liði eiginlega. Hefur engum dottið í hug að hin liðin séu bara of léleg. Peningar segir þá einhver. Vissulega skipta þeir talsverðu máli þessu öllu saman. En ég bendi á að það er ekkert mjög langt síðan að Ferrari vann ekki keppni í 20 ár eða svo. Og svo líka það að nokkrar af keppnunum á yfirstandandi tímabili hafa unnist á leikskipulagi en ekki endilega besta bílnum. Af hverju geta hin liðin ekki lært á þessu. Stórt er spurt en fátt um svör.
|