sunnudagur, júlí 11, 2004
Komiðisæl
Fór í vöpplur til Brynju systur í gær og grill til mömmu. Eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir þá er útlit síðunnar örlítið breytt og einhverja hefur jafnvel rekið í rogastans við að sjá mynd af einhverri stúlkukind þar sem átti að koma mynd af mér. En tölvusnillingurinn hún litla systir mín var að dedúa við að öppdeita lúkkið á síðunni hjá mér. Eins er beðist velvirðingar á því commentakerfinu var breytt í sömu mund og þeir sem höfðu gerst svo djarfir að tjá sig eru beðnir velvirðingar á því að athugasemdum þeirra hefur verið kippt í burtu. En ekki vera samt feiminn við að tjá ykkur samt því að nú á það að vera komið í endanlegt horf.
|
|