fimmtudagur, júlí 15, 2004

 

Innlit - Útlit

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist síðunni um það hvort ekki eigi að vera mynd af undirrituðum. Því er til að svara að það stóð til og stendur reyndar ennþá til. Vandamálið er það að síðan sem átti að geyma myndina er búin að vera "under maintennance" í marga daga og því getur undirritaður enn um sinn ekki orðið við bón fyrirspyrjenda um að birta hér mynd að annars fallegu atgerfi hans. Það stendur þó vonandi til bóta. Áhugasömum er hins vegar bent á síðurnar, Sjallinn.is og Djamm.is þar sem ítrekað hafa birst myndir af undirrituðum að honum forspurðum.

Annars þarf undirritaður að hafa samband við tæknideild síðunnar til þess að fá frekari upplýsingar. Með kærri kveðju, Lifrin eina.

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?