föstudagur, júlí 23, 2004
Áfengislepjarar allra landa sameinist
Ég var að lesa það á Mbl.is að Samtök ferðaþjónustunnar hefðu farið fram á það við iðnaðar og viðskiptaráðherra að sjússastærðir hérlendis yrðu samræmdar sjússastærðum erlendis. Eins ferðafélagar mínir í fyrra til Kaupmannahafnar og nágrennis muna ef til vill þá var Vodkasjússinn 2cl á börunum í Köben en er 3cl á börunum hér heima. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að verðið á sjússinum myndi lækka ef að af þessu myndi verða. Að sjálfsögðu myndu bareigendur bara halda sama verði. Minna magn, hærra verð. Meira Kók, minna vín. Nú er bara að vona að Valgerður hlusti daufum eyrum á þessa ósvinnu.
|
|