miðvikudagur, júlí 07, 2004
Éb eb meb kveb
Eftir talsverða eftirgrennslan þá hef ég komist að því að bíllinn minn er sjaldgæft eintak og það virðist ekki taka því að liggja með varahluti í hann lengur. Er búinn að vera að sverma fyrir handbremsubarka í hann og hef þau tíðindi að segja að hvorki Bílanaust né Stilling eiga hann til. Höldur getur útvegað 1 stykki frá Heklu líklega og kostar það vel á áttunda þúsund. Er ekki bara betra að vera grjóthnullung í bílnum ef að maður þarf á annað borð að leggja í brekku. Annars er svosem ekkert að frétta hjá mér þannig.
Alveg rétt ég minntist ekkert á fótknattleik síðast og verð aðeins að bæta úr því. Ég er hæstánægður með að Grikkir unnu EM. Einhverjir "nóbodís" sem slógu bara allar þessar stjörnur út úr keppninni. Ég vil fá Otto Rehagel sem þjálfara íslenska landsliðsins. Ætli það yrði ekki álíka sprauta og þegar Bogdan Kowalzyk (Spurning um stafsetningu) reif upp handboltann hérna um árið.
Ipswich lét Leðs hirða frá sér hinn fjölhæfa miðjumann Jermaine Wright frítt á dögunum. Vona að hann geti ekki neitt hjá þeim. Martin Reuser er farinn til Hollands. Hann var líka alltof latur og feitur og á alltof háu kaupi. Chris Makin er týndur og það veit enginn hvar hann er. John McGreal dreif sig til Burnley minnir mig. Góðu fréttirnar eru þær að Jim Magilton, Fabian Wilnis, Lewis Price og Richard Naylor skrifðu allir undir nýja samninga um daginn. Besti varnarmaður Kanada er að auki genginn til liðs við Ipswich, Jason De Vos. Svo má nefna að Tony Mowbray sem var þjálfari hjá okkur og lengi leikmaður og aðstoðarmaður George Burley hirti stjóra stöðuna hjá Hibernian sem Guðjón Þórðar vildi ekki. Joe Royle var að vinna skaðabótakröfu vegna brottreksturs síns frá Manchester City um árið og Alan Ferguson vallarstjóri á Portman Road vann verðlaun fyrir besta völlinn í fyrstu deildinni 2003/04. Það er spurning hvort að aðdáendur Elton John hafa eyðilagt völlinn um daginn en fjölsóttir tóleikar hins miðaldra píanóleikara voru haldnir á Portman Road um daginn. Spurning hvort Richard Clayderman sé næstur.
|
Alveg rétt ég minntist ekkert á fótknattleik síðast og verð aðeins að bæta úr því. Ég er hæstánægður með að Grikkir unnu EM. Einhverjir "nóbodís" sem slógu bara allar þessar stjörnur út úr keppninni. Ég vil fá Otto Rehagel sem þjálfara íslenska landsliðsins. Ætli það yrði ekki álíka sprauta og þegar Bogdan Kowalzyk (Spurning um stafsetningu) reif upp handboltann hérna um árið.
Ipswich lét Leðs hirða frá sér hinn fjölhæfa miðjumann Jermaine Wright frítt á dögunum. Vona að hann geti ekki neitt hjá þeim. Martin Reuser er farinn til Hollands. Hann var líka alltof latur og feitur og á alltof háu kaupi. Chris Makin er týndur og það veit enginn hvar hann er. John McGreal dreif sig til Burnley minnir mig. Góðu fréttirnar eru þær að Jim Magilton, Fabian Wilnis, Lewis Price og Richard Naylor skrifðu allir undir nýja samninga um daginn. Besti varnarmaður Kanada er að auki genginn til liðs við Ipswich, Jason De Vos. Svo má nefna að Tony Mowbray sem var þjálfari hjá okkur og lengi leikmaður og aðstoðarmaður George Burley hirti stjóra stöðuna hjá Hibernian sem Guðjón Þórðar vildi ekki. Joe Royle var að vinna skaðabótakröfu vegna brottreksturs síns frá Manchester City um árið og Alan Ferguson vallarstjóri á Portman Road vann verðlaun fyrir besta völlinn í fyrstu deildinni 2003/04. Það er spurning hvort að aðdáendur Elton John hafa eyðilagt völlinn um daginn en fjölsóttir tóleikar hins miðaldra píanóleikara voru haldnir á Portman Road um daginn. Spurning hvort Richard Clayderman sé næstur.
|