laugardagur, júlí 31, 2004
Af ævintýrum helgarinnar
Nú jæja, maður var eitthvað að barma sér í síðasta pistli yfir ofþreytu og þess háttar. Það er nú ekki eins og það stoppi mann eitthvað frá því að fá sér í glas með vinum sínum eða hvað? Onei! Það kom fólk og heimsótti mig í gærkvöldi, sat hér og sötraði. Mér var víst uppálagt að skrifa eitthvað um teiti þetta þannig að ég varð hripa eitthvað niður. Þetta byrjaði ákaflega rólega með því að ég eldaði hænsn og át í rólegheitum. Horfði á fréttir og þessháttar. Þá birtist El Bjón blyndfulli en það kom mér svo sem ekkert á óvart þar sem ég hafði boðað hann hingað. Kom hins vegar á óvart að Baldur buxnasali skutlaði honum. Síðan komu þeir Sigurpáll og Hörður og léku á alls oddi. Skömmu síðar datt Möggu systur og Grétari allt í einu í hug að kíkja í kaffi. Það var nú eiginlega sögulegt að því leyti að ég man bara alls ekki eftir á öllum mínum partíferli að ég hafi nokkurntíma hellt uppá kaffi þegar partí er annars vegar. En einhverntíma verður allt fyrst. Þá birtust þær stallsystur Maja og Steinunn og síðan kom hér snigill að sunnan sem Gizmo er kallaður. Svo eftir ótæpilega drykkju á alls konar veigum (Vodka, bjór, kaffi, Magic og Lxxxx) þá var brugðið undir sig betri fætinum og skellt sér í Sjallann að hlýða á Þá ómþýðu sveit Papa. Þeir stóðu náttúrlega fyrir sínu eins og alltaf og nenni ég ekki að tíunda það neitt í sjálfu sér. Þetta var allt með hefðbundnu sniði. Eftir þetta gengum við Bjón um bæinn og virtum fyrir okkur börn á öllum aldri sem veltust um dauðadrukkin í Miðbænum. Ég hitti alls konar skrítið fólk sem ég hef jafnvel ekki hitt svo árum skipti. Þar má nefna, Gísla (Gis) frá Dalvík sem spilar og syngur, Bjarna sem beit, Smára í Slippnum, Palla Svavars og Helga Svein sem vildi endilega gefa okkur pizzu og marga fleiri sjálfsagt. EBB þurfti endilega að koma við í Sorgarbölunni til að, kaupa pylsu eða eitthvað. (hm!) En það er best vera ekkert að tala um það hér á þesari síðu. Hann verður að gera það sjálfur ef hann þá vill tjá sig eitthvað um málið. Annars er svo sem ekkert að frétta af mér.
|
|